laugardagur, janúar 28, 2006

Og kallinn prumpar svooooona

Ókey, ég er búin að fatta þetta með Júróvisjón. Það er verið að grínast í okkur, þetta er bara brandari. -Framhald á áramótaskaupinu, þetta er svo augljóst núna.

Sáuð þið til dæmis þessa Fanneyju sem kom alla leið frá útlandinu til að breima um hvað hún væri hamingjusöm. Þetta var auðvitað engin Fanney, heldur Bjögvin Franz Gíslason! Spáið í það næst þegar þið sjáið þetta andlit... alveg eins og Björgvin í skaupinu að leika Birgittu Haukdal.

Hitt er svo ennþá augljósara. Ég meina, Geir Ólafsson? HAHAHAHAHAHA! Æ, mér líður svo miklu betur núna að vita að þetta var alltsaman bara djók.

Svo er bara að senda Doktor Gunna í keppnina með Prumpulagið. Þá er þetta fullkomnað.

föstudagur, janúar 27, 2006

Enn eitt klukkið

Ásdís klukkaði mig, so here goes:


Fjögur störf sem ég hef unnið við
Humarvinnsla á Höfn
Umönnun á Landspítalanum í Kópavogi
Klippari á Bangz Hair and Esthetics í Halifax
Veskjatilbúari hjá Atson - Leðuriðjunni

Fjórar myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
Lord of The Rings serían
The Nightmare before Christmas
Charlie and the Chocolate Factory
The Lion King

Fjórir staðir sem ég hef búið á
Halifax í Kanada
2 staðir í vesturbæ Kópavogs
3 staðir í austurbæ Kópavogs

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að horfa á
My name is Earl
Rescue Me
Scrubs
Malcom in the Middle


Fjórir staðir sem ég hef ferðast til (í fríi)
London
Amsterdam
Barcelona
New York

Fjórar vefsíður sem ég fer inn á daglega
www.mbl.is
www.visir.is
www.b2.is
blogghringurinn

Fjórar uppáhaldsmatartegundir
Nautasteik, medium rare
Sushi
Fiskibollurnar hans pabba
Góð pizza

Fjórir CD sem ég gæti ekki verið án
(Þetta er næstum því ómögulegt, þeir eru svo margir svo ég nefni bara nokkra random)
Parachutes - Coldplay
Hopes and Fears - Keane
The Long Road - Nickelback
Songs from the last Century - George Michael

Fjórir staðir sem ég mundi frekar vilja vera á
Það er enginn staður sem ég vildi frekar vera á, en hellingur sem mig langar til að heimsækja:
Ástralía
Mexico
Kína
Egyptaland


Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
Gurrý
Ragnar Nói
Selma
Jóhanna

þriðjudagur, janúar 24, 2006

NEI! NEI! NEI!

Jæja, hver sá Júróvisjon á laugardaginn? Þ.e.a.s. þennan fjórðung laga sem keppa í undankeppninni um hver fær að fara í keppnina fyrir Íslands hönd.

Ó MÆ GOD! -hvað þetta voru ömurleg... fyrirgefiði - ÖMURLEG lög! Eina lagið sem var ókey var þetta með henni Regínu Ósk, eða hvað hún heitir, Idol-stjörnu. Tónarnir sem hún söng voru ómannlegir, og lagið var bara flott.

Öll hin... og þá meina ég ÖLL HIN LÖGIN MEÐ TÖLU hljómuðu eins og þau væru frá dögum 'Gleðibankans'.

Ég trúi varla að tónlistarfólk í dag sendi svona viðurstyggð frá sér. Þetta eru lögin sem láta útvarpstækin fremja sjálfsmorð!

Bjakk! *ptuiii* *ptuiii*

miðvikudagur, janúar 18, 2006


Sýnishorn úr Orðabók Hlíðarhjallagengisins

Furuhnetur - Furðuhnetur
Hrökkbrauð - Rokkbrauð
Nautakjöt - Nautnakjöt
Folaldahakk - Foreldrahakk
Marmelaði - Remúlaði
Rabarbarasulta - Barbapapasulta
Malakoff - Landakort
Hakk og Spaghettý - Spakk og Haghettý

Rokkbrauð með remúlaði er einmitt í miklu uppáhaldi hjá Júlíu þessa dagana :)

föstudagur, janúar 13, 2006

Borðar þú skötu?

- Var spurning forvitnispúkans fyrir jólin og svörin eftirfarandi:

Jahá! 38%
Nei, bleeeh! 23%
Hef aldrei smakkað hana 38%

Ég hlakkaði sjálf voða mikið til að fá að spreyta mig á skötuáti á Þorláksmessu, en svo var bara hangikjöt í matinn í vinnunni. En ég er staðráðin í að smakka hana næst, hvar sem það verður! (...og hef þá árið til að undirbúa mig)

Nýr forvitnispúki er á þjóðlegum nótum í þetta sinn, til heiðurs Þorranum sem byrjar 20. janúar.
Allt er vænt sem vel er grænt

Er samt ekki alveg viss um að ég fíli þetta nýja template. Af hverju er svona lítið úrval þarna hjá þeim bloggerum? Ætla að reyna að fikta eitthvað í þessu við tækifæri.

Tölvan virkar svona stundum. Þ.e.a.s. skjárinn... kveikir á sér þegar hann nennir og þar sem tölvan er innbyggð er víst ekki hægt að fá nýjan skjá.

Af hverju er ég ekki í vinnunni klukkan 8:20 á föstudagsmorgni? -HAFIÐI LITIÐ ÚT? Bíllinn fastur hér fyrir utan og ég bíð eftir Hlölla bró að koma og draga mig nógu langt til að ég komist í vinnuna.

Gaman aððessu.

mánudagur, janúar 09, 2006

Den er död

Tölvan dó. Það verður því eitthvað fátæklegt bloggið á næstunni. Annars kom Júlía með umslag til mín um helgina með sjö krónum í, til að hjálpa mér að kaupa nýja tölvu svo vonandi þurfum við ekki að vera lengi tölvulausar ;)

Læt í mér heyra þegar þar að kemur, veriði stillt á meðan.

sunnudagur, janúar 01, 2006



Gleðilegt nýtt ár!

Megi það verða ykkur gott og farsælt, fengsælt, happadrjúgt, hamingjusamt, ástríkt, hvetjandi, auðgandi, eflandi, gefandi...

...og bara alveg hreint frábært!