þriðjudagur, september 27, 2005

!

Jæja, ég get ekki þagað lengur... ég er búin að fá nýja vinnu! Byrja 17. október hjá Össuri og felst starfið í því að setja saman eitthvað voða techno gervihné með tölvukubb (gervigreind) og segulmögnuðu glussakerfi (!), auk þess að gera við og yfirfara þessi sömu hné.

Þetta er lítil deild innan fyrirtækisins og þar vinna fyrir 6 karlmenn. Það verður líklega dálítið skrýtið eftir að hafa unnið á kvennavinnustöðum í mörg ár.

5 ummæli:

Asdis sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna :) :) :) Heldurðu ekki að strákarnir í deildinni verði rosalega fegnir að fá loksins stelpu til sín?

eva sagði...

Ég vona það... verður örugglega jafn skrýtið fyrir þá og mig :)

Sandra sagði...

Ég mæli með svona karlasamfélögum....(Veit reyndar ekki alveg hversu mikið það er að marka hér útí svíþjóð þar sem ég er mesti karlmaðurinn... hehe ;)

Kolbrún sagði...

til lukku

Nói sagði...

Vó kreysí! Áhugavert job svo ekki sé meira sagt!