laugardagur, apríl 29, 2006
Lazy Town
Óvissuferðin var snilld. Við völdum okkur öll þema, ég valdi kvikmyndir og það var farið með okkur í upptökustúdíóið hjá Latabæ. Ekkert smá gaman að fá að skoða þetta og fræðast um þetta snilldar fyrirtæki. Við fengum að horfa á upptöku og það var vægast sagt fyndið að heyra Sigga sæta kalla: "Who's your Daddy?!" þegar upptakan tókst :D
Síðan var haldið í Mörkina þar sem beið okkar ítalskt hlaðborð. Þar var borðað og blaðrað, drukkið og dansað við tónlist frá skemmtilegri hljómsveit sem ég kann ekki að nefna.
Um ellefu var svo stefnan tekin á Players og dansað fram á nótt í brjálaðri stemmningu. Rölti heim um hálf fjögurleitið og svaf veeeeel og vandlega :)
Ljúft.
sunnudagur, apríl 23, 2006
Ekki samt Coca Cola
Gengum á Vífilsfell í morgun. Hef gengið á það einu sinni áður, þegar ég var held ég 17 ára. Fengum frekar skrautlegt veður, allt frá logni og sólskini upp í haglél og stífa suðvestanátt... sem var þó mun betra en rigningin sem hafði verið spáð. Vífilsfell er rosalega flott fjall, þó það sé ekkert sérstaklega hátt, tæpir 600m. Blanda af stórgrýti og móbergsklettum, og ekki spillti fyrir hvað það var fallega skreytt með snjó til að auka á contrastinn.
2 vikur í Hnjúkinn. Allir að krossa fingur svo við fáum gott veður!
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Gleðilegt sumar!
Fannst við hæfi að byrja daginn á því að labba á Esjuna. Komum svo við á kaffihúsi á heimleiðinni og fengum okkur brauð og yl í kroppinn.
Fór með bílinn á verkstæði í fyrradag og hann var tilbúinn í gær. Búið að skipta um húdd og grill og laga smá dæld á stuðaranum og svo auðvitað sprauta allt saman. Hröð þjónusta þar!
Ég er nú samt farin að kíkja aðeins í kringum mig og spá í að skipta á meðan ég fæ ennþá eitthvað fyrir þennan. Tók góðan bílasölurúnt eftir hádegið og skoðaði helling. Er dálítið spennt fyrir Subaru Forester, enda er hann líklega næst því sem komist verður að vera jeppi, án þess að vera jeppi... ef þið skiljið mig. Svo fær hann rosalega góða dóma þegar kemur að bilunum... eða ekki bilunum.
Þeir eru nokkrir þarna úti á sölunum og einn eða tveir sem kæmu hugsanlega til greina. Ætla samt ekki að flana út í neitt en bíða aðeins og sjá hvort það kemur einn á góðum díl.
laugardagur, apríl 15, 2006
Meira labb
Lögðum af stað í morgun í fallegasta veðri sem hægt var að vonast eftir. Stefnan var tekin á Botnssúlur og var glampandi sól og blankalogn alla leiðina upp. Snjór yfir öllu og útsýnið hreint ótrúlegt.
Þegar við vorum komin uppundir kletta á Syðstusúlu skall á hríð. Við ákváðum að hinkra aðeins og sjá hvort myndi létta til, en svo fór að við þurftum að snúa við enda bratt og hált þarna uppi og ekkert vit að brölta um í svona veðri.
Úr þessu náðum við þó fimm klukkutíma labbi og fórum upp í 900 metra hæð sem er nú ekkert til að grenja yfir.
Gerum svo bara aðra atrennu, fyrr en seinna.
P.s. 3 vikur í Hnjúkinn!
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Melding
Skokkaði á Esjuna á sunnudagsmorgun. Náði þó ekki tímanum sem ég setti mér... skal ná honum næst.
Bíllinn fer á verkstæði á þriðjudaginn eftir páska. Fær nýtt húdd og grill, sem er ekki eins slæmt og það leit úr fyrir í fyrstu.
Á meðan krúsa ég um bæinn á Toyota Yaris dós í boði Tryggingamiðstöðvarinnar.
Framundan er kærkomið páskafrí sem verður notað í alvöru fjallaklifur, páskaeggjaát og afslöppun þar á milli.
Veriði góð.
Skokkaði á Esjuna á sunnudagsmorgun. Náði þó ekki tímanum sem ég setti mér... skal ná honum næst.
Bíllinn fer á verkstæði á þriðjudaginn eftir páska. Fær nýtt húdd og grill, sem er ekki eins slæmt og það leit úr fyrir í fyrstu.
Á meðan krúsa ég um bæinn á Toyota Yaris dós í boði Tryggingamiðstöðvarinnar.
Framundan er kærkomið páskafrí sem verður notað í alvöru fjallaklifur, páskaeggjaát og afslöppun þar á milli.
Veriði góð.
laugardagur, apríl 08, 2006
Aaauuumingja E-Mobile
Stóð inni í eldhúsi áðan og var að malla kvöldmatinn þegar síminn hringdi. Í hinum enda línunnar hékk lögreglumaður og var að hringja utanaf bílastæði. Það var sumsé búið að bakka á bílinn minn, og það ekkert smá bakk!
Ég tók ekki einu sinni eftir því hvers konar bíll þetta var sem misþyrmdi E-Mobile svona. Nema hvað hann var STÓR og SVARTUR (og örugglega ljótur líka)!
Greyið Toyan er nú með krumpað húdd og þarf að fara á spítala :/
Jæja, sjitt happens og ég er bara fegin að gaurinn lét vita, en keyrði ekki bara í burtu. Hann hefði hæglega getað komist upp með það, enda sá ekki á hans bíl.
sunnudagur, apríl 02, 2006
Fjúk
Löbbuðum á Esjuna í morgun í brjálaðri Norðanátt. Vorum með vindinn í fangið alla leiðina upp og var varla stætt á köflum. Fórum bara upp að Steini, enda óvíst að ég sæti hérna núna ef við hefðum lagt í klettana í þessu veðri :)
Setti inn nokkrar myndir.
Ef einhver getur bent mér á gott myndakerfi á netinu þá yrði ég ROSAGLÖÐ. Þær tapa svo gæðum á þessu msn-kerfi. Prófaði flickr í dag, en kláraði upload limmitið á nokkrum myndum (og var auðvitað strax boðið að upgrate-a fyrir aðeins $24.95!)
Anyone?
Löbbuðum á Esjuna í morgun í brjálaðri Norðanátt. Vorum með vindinn í fangið alla leiðina upp og var varla stætt á köflum. Fórum bara upp að Steini, enda óvíst að ég sæti hérna núna ef við hefðum lagt í klettana í þessu veðri :)
Setti inn nokkrar myndir.
Ef einhver getur bent mér á gott myndakerfi á netinu þá yrði ég ROSAGLÖÐ. Þær tapa svo gæðum á þessu msn-kerfi. Prófaði flickr í dag, en kláraði upload limmitið á nokkrum myndum (og var auðvitað strax boðið að upgrate-a fyrir aðeins $24.95!)
Anyone?
laugardagur, apríl 01, 2006
Bloggleti
Selma fermdist um síðustu helgi og gekk allt vel og allir sáttir og ánægðir með athöfnina, veisluna og myndatökuna. Mikið er ég samt fegin að hafa klárað þetta allt á einum degi. Hef nefnilega heyrt af fólki sem var með þetta þrennt allt sinnhvern daginn, með þremur fermingargreiðslum, fataskiptum, meiköppi og tilheyrandi. Nej tak.
Setti inn myndir á síðuna hennar Júlíu.
Labbaði ekkert um síðustu helgi, enda allir uppteknir við að halda veislur eða mæta í annara manna veislur. Er að spá í að skoða Esjuna í fyrramálið. Svo verður tekið vel á því um páskana.
5 vikur í Hvannadalshnjúk! Vona bara að veðrið klikki ekki.