sunnudagur, september 21, 2008
fimmtudagur, september 18, 2008
Í dag eru slétt 9 ár frá því litli óþægðarengillinn minn leit dagsins ljós á IWK Grace sjúkrahúsinu í Halifax. Það er ekki hægt að segja að hún hafi verið að flýta sér (ekki eins og sú sem kom á undan henni í röðinni) heldur þrjóskaðist hún við, enda hlýtt og notalegt í bumbunni. En mamman var þrjóskari og hafði vinninginn að lokum.
Fyrstu myndirnar eru í albúmum upp á gamla mátann en hér er ein af þeim fyrstu sem til er á stafrænu formi.
fimmtudagur, ágúst 21, 2008
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
sunnudagur, ágúst 17, 2008
Í nótt hentist ég upp úr rúminu við rosalega sprengingu. Var lengi að átta mig en heyrði þvílík partýlæti á hæðinni fyrir neðan. Svo urðu sprengingarnar fleiri og ég fattaði að liðið var að skjóta upp flugeldum...!
Dásamlegt hvað fólk fær góðar hugmyndir þegar það er búið að drekka aðeins of mikið. Svo var tunglið líka fullt í gær og hefur kannski haft sín áhrif.
Nú ætti ég auðvitað að fara út og þenja mótorhjólið fyrir utan gluggann hjá þeim... ef það væri ekki bilað /:o1
föstudagur, ágúst 08, 2008
föstudagur, júlí 18, 2008
Þá er ég komin heim úr hjólatúrnum sem var bara algjörlega frábærlega meiriháttar. Ætla ekki að hafa fleiri orð um það en ferðasögu og myndir má finna hér.
sunnudagur, júní 22, 2008
Fyrir þremur og hálfu ári þegar ég flutti heim frá Kanada, fékk ég sjokk yfir bensínverðinu hérna. Líterinn kostaði þá um 80 krónur sem var tvöfalt það verð sem ég átti að venjast í Halifax.
Í dag fyllti ég bílinn og grét söltum tárum yfir þeim 169 krónum sem fóru í hvern bensínlítra.
Með þessu áframhaldi endar maður á því að þurfa að selja bílinn til að eiga fyrir bensíni.
sunnudagur, júní 08, 2008
Fyrsta nóttin í 101 að baki og svaf ég vel en man þó lítið hvað mig dreymdi, enda óberdreymin með eindæmum. Vaknaði við sólskin og fuglasöng og byrjaði daginn á því að gera dauðaleit að pressukönnunni sem var með því síðasta sem var pakkað niður í gærmorgun. Fann hana að lokum eftir mikið grams, hellti upp á dýrindis kaffi og þá vantaði mjólk. Svo ég rölti út á stuttermabolnum í sólskininu með fuglasöngnum í 10-11 hérna rétt handan hornsins.
Þannig að mín fyrsta upplifun á því að vera Reykvíkingur er bara góð og ekkert nema tilhlökkun til framhaldsins.
En svona fyrst ég er byrjuð þá hef ég hreinlega ekki haft tíma til að segja frá Lómagnúps göngunni um síðustu helgi. Sú ferð var hrein snilld frá a til ö. Við lögðum af stað þrjár stelpur á föstudeginum með fellihýsi í eftirdragi og vorum komnar á Kirkjubæjarklaustur rétt undir tíu. Fengum okkur einn bjór til að sofa betur og mingluðum við liðið (Útivist). Um hádegi daginn eftir var lagt af stað og gengið upp vestan megin, sem er styttri leið en sú austari en um miðja leið þarf að klífa ansi vígalegan klett með hjálp keðju og leist sumum alls ekki á blikuna, og enn síður á niðurleiðinni. En Lómagnúp sigruðum við og það var stórkostlegt að standa frammi á brún og horfa niður 600 metra klettinn sem eitt sinn var barinn af sjó.
Öll komumst við niður á endanum og um kvöldið var grillað og sötrað og skrafað fram undir morgun.
Myndir úr göngunni má finna hér til hægri -->
Verið svo velkomin í heimsókn, nánari upplýsingar um staðsetningu veittar í tölvupósti ;)
fimmtudagur, maí 22, 2008
(af hi.is)
"Félagsráðgjafar starfa aðallega við meðferð og þjónustu í þágu skjólstæðinga einkum á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu og í mennta- og dómskerfi. Enn fremur starfa félagsráðgjafar við stjórnunar- og skipulagsstörf í félags- og heilbrigðisþjónustu. Þeir starfa m.a. í ráðuneytum, sem félagsmálastjórar, framkvæmdastjórar svæðisstjórna og forstöðumenn í ýmsum stofnunum. Þá starfa félagsráðgjafar að rannsóknum. Auk þess starfa félagsráðgjafar ýmist launað eða í sjálfboðavinnu hjá hagsmunafélögum og frjálsum félagasamtökum. Markmið félagsráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í eigin lífi og í samfélaginu."
Þar hafiði það :)
miðvikudagur, maí 14, 2008
Síðasta prófið var tekið með stæl í morgun og gekk bara glimrandi. Nú bíður maður bara spenntur eftir einkunnunum :)
Er eiginlega ekki ennþá farin að fatta að þessi törn sé búin og ég þurfi ekki að hugsa meira um skóla næstu fjóra mánuðina eða svo.
Ekki skemmdi þetta yndislega veður fyrir heldur, allt í einu er allt orðið grænt, sólin skín og hingað inn þvældist hunangsfluga á stærð við sebrahest.
Held ég kíki hjólarúnt í kvöld og svo tekur vinnan við á morgun með FRÍ um helgar! :D
Gleðilegt sumar!
þriðjudagur, maí 13, 2008
Til að fá námslánið sitt þarf maður að ná 15 einingum á önninni (sem er fullt nám).
Nái maður 80% af þeim, fær maður 80% af láninu.
Nái maður undir 75% fær maður ekkert.
Þar sem lánin eru greidd eftir á lifir námsmaðurinn á fyrirgreiðslu frá bankanum sínum (á okurvöxtum), sem námslánið gengur svo upp í þegar það er greitt út.
Hence: skert námslán - skuld við bankann
Að auki þurfa svo þeir sem búa á Stúdentagörðunum að skila lágmarks einingafjölda á ári til að halda íbúðinni.
Og ef þetta er ekki nóg til að valda smá taugatitringi þá má geta þess að þeir sem stefna á mastersnám þurfa að ljúka grunnnáminu með a.m.k. 1. einkunn sem telst vera 7,25+
Kannski maður fái sér bara súkkulaðiköku.
fimmtudagur, maí 08, 2008
Mygluð og mosavaxin af langri setu á Landsbókasafninu. Held mér á lífi með ræktinni og einni viðrun á dag sem felst í því að rölta út í Hámu í hádeginu og kaupa mér sushi. Eins gott að það er bara vika eftir, annars færi ég á hausinn af sushi áti.
Tvö próf búin, gekk sæmilega og vel. Tvö eftir, það næsta (á laugardag) sérstaklega kvíðvænlegt.
Heilanum mínum dettur ekkert fleira í hug til að segja ykkur, nema kannski það snúi að lögum um Alþýðutryggingar frá 1936 eða aðferðafræði félagsvísinda.
Læt hér lokið útsendingu úr Landsbókasafni-Þjóðarbókhlöðu.
Over and out
laugardagur, apríl 26, 2008
Það ættu að vera lög gegn próflestri á svona góðviðrisdögum. Með háum sektum (á kennarana auðvitað). Spurning með að stilla sér upp á einhverjum gatnamótunum og mótmæla.
Hjólið er búið að standa úti í allan dag, baðað sólskini og ekki laust við að ég sé með samviskubit fyrir vanræksluna :/
En, þetta verður vonandi fljótt að líða og þegar prófin eru búin skal sko verða fjör! Ég er meira að segja farin að undirbúa, búin að skrá mig í Útivist og stefni á Lómagnúp í lok maí.
Kannski vinn ég í lottóinu og get tekið Hrefnu með mér.
fimmtudagur, apríl 24, 2008
og takk fyrir þennan fína vetur. Ég ákvað að heilsa því með fjallgöngu og þrammaði á Syðstu Súlu með Ferðafélaginu. Syðsta Súla er hæst Botnssúlnanna sem tróna milli Hvalfjarðarbotns og Þingvalla og telur 1095 metra. Ég var reyndar búin að reyna við hana fyrir tveimur árum en þá þurftum við að snúa við í klettunum vegna hálku. Í þetta sinn voru mannbroddar og ísaxir með í för, en svo var bara flennifæri svo við þurftum ekki á slíku að halda. Rútan komst reyndar ekki eins langt og hún ætlaði, sem lengdi gönguna um þrjá tíma, þannig að í allt tók labbið okkur sjö klukkutíma. En veðrið var fínt og mórallinn líka og ég kát með að vera búin að klára það sem ég byrjaði á í hitteðfyrra. Reyndar höfðum við ætlað að labba yfir og niður í Hvalfjörðinn, en fararstjórinn treysti ekki blautum snjóbrekkunum hinum megin svo við fórum sömu leið til baka. Þannig að ég er kannski ekki alveg búin... :)
Góð byrjun á sumrinu allavega. Væri nú ekki verra ef það yrði eitthvað í líkingu við fyrrasumar...
föstudagur, apríl 11, 2008
miðvikudagur, apríl 09, 2008
Eftir að hafa hangið í hálft ár á sama stað á biðlista, er ég komin með íbúð á Stúdentagörðunum :)
Fæ afhent 3. júní sem gæti ekki verið betri tími, prófin búin og allt sumarið framundan. Stelpurnar fá aðlögunartíma áður en þær byrja í nýjum skóla og ég losna við umferðarteppu tvisvar á dag og slepp við að selja hitt nýrað til að eiga fyrir bensíni. Spara að auki skrilljónir í leigu og fæ íbúð sem er ekki að detta í sundur.
Jei!
miðvikudagur, apríl 02, 2008
fær samgönguráðherra Sturla Böðvarsson fyrir taktlaust komment á Austurvelli í gær. Þar afhentu mótmælendur honum áskorun, ásamt bíldekki til áminningar með þeim orðum að það væri ekki hægt að stinga bíldekkinu ofan í skúffu.
Sturla svaraði að bragði: "Ja, ég á stóra skúffu".
*Púúúúú*
sunnudagur, mars 23, 2008
Við stelpurnar höfum verið í góðu yfirlæti síðustu daga við að læra, leika og spila tölvuleiki (ég tók að mér lærdóminn). Þar sem við sáum fram á rólega daga ákváðum við að byrgja okkur upp af sýnishornum af hinum ýmsu páskaeggjum, sem svo voru smjöttuð yfir hátíðirnar. Við keyptum semsagt lakkrísegg, rísegg, Kólusegg og egg úr hvítu súkkulaði. Við vorum sammála um það að Kóluseggið ætti vinninginn, bæði í bragðgæðum og innihaldi.
Í þessum orðum skrifuðum er svo lambalærið að eldast í ofninum og fer að koma tími á að henda saman kartöflusalatinu. Eins gott að ég er nýbúin að endurnýja kortið í ræktinni...!
Annars prófaði ég að fasta á föstudaginn langa. Ekki af neinum sérstökum trúarhita, heldur meira af forvitni, en þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég borða ekkert í heilan sólarhring. Kannski maður prófi að láta krossfesta sig á næsta ári... nei, ég segi svona.
Hafið það gott elskurnar, þið fáu sem ennþá þvælist hingað inn.
*knús og kærleikur*
fimmtudagur, mars 20, 2008
Páskafrí
Jei! Þá fær maður loksins tíma til að slappa af... right?
Um leið og ég er búin að klára verkefnin sem eftir eru áður en próflestrarfríið skellur á. Væri kannski ekki svo slæmt ef ég væri ekki svona einstaklega ómótíveruð og þjökuð af fullkomnum skorti á einbeitingu og já, bara almennri nennu. Ég get ekki beðið eftir vorinu og sumrinu með öllum ferðalögunum sem ég ætla í, öllum fjöllunum sem ég ætla að labba á og öllum mótorhjólatúrunum. Ég þjáist semsagt af ótímabæru vori í sálinni, nú þegar ennþá eru tveir mánuðir til prófloka.
Það er því ljóst að næstu vikur verða keyrðar á þeim sjálfsaga sem ég vona að leynist ennþá þarna einhvers staðar, og vonandi verður þetta allt þess virði þegar það er búið.
En vá, hvað ég hlakka til.
föstudagur, febrúar 29, 2008
föstudagur, febrúar 22, 2008
Ég get ekki sagt að Gísli Marteinn hafi verið í miklum metum hjá mér í gegnum tíðina. Á þessum síðum hefur hann jafnan gengið undir nafninu Tóti Trúður. En sjaldan hefur mér þótt þessi vinsæla setning "svívirðileg aðför" jafn viðeigandi og eftir að hafa lesið bloggið hans Össurar. Þar sem hann með háfleygu orðskrúði og dramatískum samlíkingum gjörsamlega drullar yfir (pardon my french) Tóta litla með háði og fullkominni niðurlægingu.
Össur hefði hugsanlega átt sér viðreisnar von, hefði hann rankað við sér í þynnkunni og beðist afsökunar en það var nú öðru nær.
föstudagur, febrúar 15, 2008
þriðjudagur, febrúar 12, 2008
"...það er ekkert það í hjúskaparlögunum sem skyldar konuna til þess að sitja heima og annast heimilisstörfin, eða bannar að maðurinn geri það. En ... konan tekur þetta mikilvæga hlutverk að sér með glöðu geði og gegnir því með meiri sóma en maðurinn gæti vænst að gera það, af því að hún er eðlilega hæfari til þess..."
mánudagur, febrúar 11, 2008
þriðjudagur, janúar 29, 2008
Úr smiðju Fritz Kahn:
"Þegar loks er komið að augnabliki samfaranna, verður maðurinn að sýna mikla háttvísi. Hann má ekki ráðast að konu sinni eins og rándýr, sem stekkur á bráð sína. Þessa nótt verður hann að bæla fýsnir sínar og leggja frekar stund á að líkjast lækni, sem kominn er til þess að hjálpa þeim er þjáist."
"Fyrst ber að gæta þess, að særa ekki blygðunarkennd brúðarinnar. Hann má ekki krefjast neinnar útsláttarsemi eða sýningar á kvenlegum töfrum þessa nótt; öllu skal stillt í moll og rökkur. Hann ætti að lofa brúðinni að afklæðast í einrúmi og ekki koma til hennar fyrr en hún er háttuð. Hann ætti heldur ekki að afklæðast að henni ásjáandi, heldur í næsta herbergi, ef mögulegt er, eða þá í myrkri, og halda þeirri reglu framvegis, ef auðið er. Fagur kvenlíkami í silkifötum getur haft hina mestu þýðingu sem hrífandi kynerting og undanfari ástarleiks, en karlmannsleggir í sokkum og loðin bringa undan hvítri skyrtu veita engan unað."
þriðjudagur, janúar 22, 2008
Borgarstjórakapallinn hófst þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hvarf úr stóli borgarstjórar 1. febrúar 2003 til þess að taka þátt í landsmálapólitíkinni.
Við embættinu tók Þórólfur Árnason sem sat til 1. desember 2004. Hann hvarf úr embætti vegna deilna í tengslum við olíusamráðsmálið. Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók við af Þórólfi og sat út síðasta kjörtímabil, eða til 13. júní 2006.
Þá tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson við eftir að sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta með Framsóknarflokknum eftir borgarstjórnarkosningar. Vilhjálmur hvarf hins vegar úr borgarstjórastóli um miðjan október í fyrra í kjölfar deilna í meirihlutanum um málefni REI.
Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gekk til meirihlutasamstarfs við F-lista, Samfylkinguna og Vinstri - græna og þá varð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann virðist aðeins munu sitja í um 100 daga því samkvæmt tíðindum dagsins tekur Ólafur F. Magnússon við af honum.
Við þetta má bæta að samkvæmt samkomulagi Ólafs F. og sjálfstæðismanna verður Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri á næsta ári og út kjörtímabilið, það er haldi nýr meirihluti. Þetta þýðir að borgarstjórar Reykvíkinga verða orðnir sjö á tveimur kjörtímabilum.föstudagur, janúar 18, 2008
sunnudagur, janúar 13, 2008
þriðjudagur, janúar 01, 2008
...elskurnar mínar og takk fyrir allt bara.
Ég get ekki sagt að síðasta ár hafi verið eitt af mínum uppáhalds, en er staðráðin í að þetta nýja verði þeim mun skemmtilegra.
Það sem stendur uppúr er þó ekkert til að grenja yfir:
* mótorhjólapróf og margir frábærir hjólatúrar
* ómetanlegir dagar í Veiðivötnum með Ernu minni
* helganga á 24 tinda sem saman mynda Glerárdal - á 25 tímum
* og auðvitað fyrstu skrefin í háskólanum
Ekki má gleyma þessu yndislega sumri sem var klárlega það besta (í veðurfræðilegum skilningi) sem ég hef upplifað.
So; ready - set - go! ...og farið varlega :)