Til ykkar allra, elskurnar mínar...
ég vona að þið séuð búin að njóta jólanna og alls sem þeim tilheyrir. Takk fyrir gamla árið líka, og vonandi fer nýja árið vel með ykkur... og munið umfram allt; verið góð við hvert annað!
xoxo
þriðjudagur, desember 21, 2004
laugardagur, desember 11, 2004
Helgin
Lenti í veseni í Boston af því að vegabréfið mitt var ekki nógu tæknilegt fyrir þá, sem sagt ekki með segulrönd. Eftir að hafa tekið tvö sett af fingraförum og tvær myndir var settur bleðill í passann minn sem á stendur að ég megi fara til baka í gegnum Boston en síðan ekki söguna meir fyrr en ég er búin að update-a.
Munaði litlu að ég missti af tengifluginu til Halifax út af ruglinu. Þegar upp í þá vél kom settist hjá mér maður um fertugt, angandi af áfengi og sagði eitthvað sem svo; "Well, it's not what I'm used to but I guess it will have to do". Hvort hann átti við að hann væri svona merkilegur og vanur að ferðast á fyrsta farrými veit ég ekki, en sem betur fer var flugþjónninn svo vænn að bjóða manninum annað sæti þar sem fátt var í vélinni, svo ég fékk bæði sætin fyrir mig.
Lenti í Halifax fyrir miðnætti í gærkvöldi og var fagnað af hundi og börnum. Fór seint að sofa en vaknaði snemma, enda klukkan að nálgast hádegi á mínum tíma. Dagurinn í dag hefur svo farið í jólagjafasjopperí sem gekk reyndar vonum framar fyrir utan geðbilaða umferð, enda kann enginn að keyra lengur (nema auðvitað ég) ...ásamt heimsókn í Bangz, sem var auðvitað hápunkturinn!
Í kvöld á svo að fara út að borða og svo er bara eftir að klára að pakka öllu draslinu og stelpunum niður í töskur og halda til baka til Íslands á morgun.
Lenti í veseni í Boston af því að vegabréfið mitt var ekki nógu tæknilegt fyrir þá, sem sagt ekki með segulrönd. Eftir að hafa tekið tvö sett af fingraförum og tvær myndir var settur bleðill í passann minn sem á stendur að ég megi fara til baka í gegnum Boston en síðan ekki söguna meir fyrr en ég er búin að update-a.
Munaði litlu að ég missti af tengifluginu til Halifax út af ruglinu. Þegar upp í þá vél kom settist hjá mér maður um fertugt, angandi af áfengi og sagði eitthvað sem svo; "Well, it's not what I'm used to but I guess it will have to do". Hvort hann átti við að hann væri svona merkilegur og vanur að ferðast á fyrsta farrými veit ég ekki, en sem betur fer var flugþjónninn svo vænn að bjóða manninum annað sæti þar sem fátt var í vélinni, svo ég fékk bæði sætin fyrir mig.
Lenti í Halifax fyrir miðnætti í gærkvöldi og var fagnað af hundi og börnum. Fór seint að sofa en vaknaði snemma, enda klukkan að nálgast hádegi á mínum tíma. Dagurinn í dag hefur svo farið í jólagjafasjopperí sem gekk reyndar vonum framar fyrir utan geðbilaða umferð, enda kann enginn að keyra lengur (nema auðvitað ég) ...ásamt heimsókn í Bangz, sem var auðvitað hápunkturinn!
Í kvöld á svo að fara út að borða og svo er bara eftir að klára að pakka öllu draslinu og stelpunum niður í töskur og halda til baka til Íslands á morgun.
laugardagur, desember 04, 2004
Af hverju lítur nýja Birgittu dúkkan út eins og Rut Reginalds eftir plöstun?
Hvernig væri að gera dúkku af Kristjáni Jóhanns í fullri stærð? Hún gæti kostað 700 þúsund og allur ágóði runnið til hans sjálfs. Kannski væri hægt að útbúa hana þannig að hún syngi... hugsið ykkur bara, þú potar í ístruna á honum, munnurinn opnast og út flæða óperur og aríur á 120 desíbela styrk!
Þannig gætum við sveitalúðarnir allir eignast okkar eigin eintak af honum Kristjáni okkar.
Ég held barasta, þó ég segi sjálf frá, að þetta sé besta hugmynd síðan prumpublaðran var fundin upp!
Hvernig væri að gera dúkku af Kristjáni Jóhanns í fullri stærð? Hún gæti kostað 700 þúsund og allur ágóði runnið til hans sjálfs. Kannski væri hægt að útbúa hana þannig að hún syngi... hugsið ykkur bara, þú potar í ístruna á honum, munnurinn opnast og út flæða óperur og aríur á 120 desíbela styrk!
Þannig gætum við sveitalúðarnir allir eignast okkar eigin eintak af honum Kristjáni okkar.
Ég held barasta, þó ég segi sjálf frá, að þetta sé besta hugmynd síðan prumpublaðran var fundin upp!
sunnudagur, nóvember 21, 2004
Helgin
Óþol vikunnar: Gísli Marteinn, sem tókst að snúa potentially innihaldsríku viðtali við Harry Bellafonte upp í eitthvert ámátlegt píkufliss. "Hvað segirðu, hringdirðu bara í Mækol Djakkson sísona... vá... hahahahahaha".
Maður vikunnar: Pálmi Gestsson, fyrir að ná mér alveg niður í gólf af hlátri með túlkun sinni á Halldóri Ásgrímssyni. "Þakka ykkur fyrir bananana".
Ljóska vikunnar: Birgitta Haukdal sem kynnti nýja 'Birgittu dúkku'.
Gubb vikunnar: Kristján Jóhannsson sem sagðist finnast dúkkan heldur lítil.
Adios í bili.
Óþol vikunnar: Gísli Marteinn, sem tókst að snúa potentially innihaldsríku viðtali við Harry Bellafonte upp í eitthvert ámátlegt píkufliss. "Hvað segirðu, hringdirðu bara í Mækol Djakkson sísona... vá... hahahahahaha".
Maður vikunnar: Pálmi Gestsson, fyrir að ná mér alveg niður í gólf af hlátri með túlkun sinni á Halldóri Ásgrímssyni. "Þakka ykkur fyrir bananana".
Ljóska vikunnar: Birgitta Haukdal sem kynnti nýja 'Birgittu dúkku'.
Gubb vikunnar: Kristján Jóhannsson sem sagðist finnast dúkkan heldur lítil.
Adios í bili.
laugardagur, nóvember 13, 2004
15 ára endurhittingur úr Þinghólsskóla
Reunionið um síðustu helgi var algjörlega frábært. Þarna voru tæplega 50 manns mætt, sem verður að teljast gott þó auðvitað hefði maður viljað hitta fleiri... já barasta alla!
Þarna var borðað, drukkið, dansað og auðvitað skrafað heil ósköp. Fólk var mismunandi mikið (lítið) edrú, og undir restina voru flestir eiginlega bara ekkert edrú lengur... eða svoleiðis ;)
Ég er ekkert að fara út í nánari útlistanir á þessu kvöldi, en hún Kollý gerir því góð skil á sínu bloggi.
Það er allavega ljóst að planleggjarar þessa hittings eiga feitt hrós skilið!
-Og maður er strax farinn að hlakka til þess næsta, sem verður að öllum líkindum eftir fimm ár.
Reunionið um síðustu helgi var algjörlega frábært. Þarna voru tæplega 50 manns mætt, sem verður að teljast gott þó auðvitað hefði maður viljað hitta fleiri... já barasta alla!
Þarna var borðað, drukkið, dansað og auðvitað skrafað heil ósköp. Fólk var mismunandi mikið (lítið) edrú, og undir restina voru flestir eiginlega bara ekkert edrú lengur... eða svoleiðis ;)
Ég er ekkert að fara út í nánari útlistanir á þessu kvöldi, en hún Kollý gerir því góð skil á sínu bloggi.
Það er allavega ljóst að planleggjarar þessa hittings eiga feitt hrós skilið!
-Og maður er strax farinn að hlakka til þess næsta, sem verður að öllum líkindum eftir fimm ár.
föstudagur, nóvember 05, 2004
föstudagur, október 22, 2004
Grænn?
Ég er búin að kaupa bíl. Forláta (þó ekki forljóta) Toyota Corolla '96. Er barasta mjög sátt við farskjótann, en Júlía var ekki alveg nógu hrifin af litnum;
"Var ekki til bleikur?"
"-Neeei"
"En fjólublár?"
"-Nei, ekki heldur"
"Rauður?"
"-Nebb"
"Hey, ég veit... við málum hann bara bleikan!"
Og þar með var það útkljáð. Svo keypti ég bleika sköfu svona til að bæta þetta aðeins upp, og ég held að það hafi dugað. Allavega er hún ekki farin að suða um að kaupa málningu ennþá.
Nú vantar mig bara vinnu til að eiga nú fyrir bensíni á kaggann. Ef einhver á svoleiðis handa mér (vinnu þ.e.) þá má sá hinn sami hafa samband...
Ég er búin að kaupa bíl. Forláta (þó ekki forljóta) Toyota Corolla '96. Er barasta mjög sátt við farskjótann, en Júlía var ekki alveg nógu hrifin af litnum;
"Var ekki til bleikur?"
"-Neeei"
"En fjólublár?"
"-Nei, ekki heldur"
"Rauður?"
"-Nebb"
"Hey, ég veit... við málum hann bara bleikan!"
Og þar með var það útkljáð. Svo keypti ég bleika sköfu svona til að bæta þetta aðeins upp, og ég held að það hafi dugað. Allavega er hún ekki farin að suða um að kaupa málningu ennþá.
Nú vantar mig bara vinnu til að eiga nú fyrir bensíni á kaggann. Ef einhver á svoleiðis handa mér (vinnu þ.e.) þá má sá hinn sami hafa samband...
miðvikudagur, október 13, 2004
Halló Ísland!
Já, við erum sumsé lentar og vel það. Ísland tók á móti okkur með hífandi roki, sem var nú bara hressandi eftir niðursoðið dósaloft í boði æslander.
Þessi vika hefur annars liðið hratt. Júlía byrjaði eiginlega strax á leikskólanum. Hún átti að fá viku í aðlögun, en eftir tvo daga sögðu þær að hún mætti bara byrja alveg... það mætti halda að hún hafi aldrei annars staðar verið og finnst þetta bara æðislega gaman!
Svo var náttúrulega farið í sveitina þar sem Júlíu varð að ósk sinni um að fá rigningu (var sko nýbúin að kaupa sér pollagalla og stígvéli ;)
Svo þar var hoppað í pollum af hjartans list... fundum meira að segja nokkrar kvígur til að klappa og vorum alveg í þvílíkum fíling!
Svo er maður bara að bíða eftir því að fá vinnu og bíl og að lokum húsnæði, og dísus kræst hvað ég hlakka til þegar þetta þrennt verður í höfn. Það er eitt að þurfa að búa inni á öðrum með sitt hafurtask, en þegar þessir sömu 'aðrir' eru komnir á áttræðisaldur (með fullri virðingu) og þar af leiðandi á allt annari bylgjulengd en maður sjálfur;
Jújú, gufan er ágæt... -og allt annað er helvítis bítlagarg...
Neinei, það þarf ekkert að nota uppþvottalög... -þó það hafi verið spikfeit lúða í matinn...
Pasta er ekki matur... -maður getur alveg eins étið pappakassa!
Jújú, það er allt í lagi með þennan fisk sem er búinn að sitja á diski í ísskápnum í fimm daga... -með engu plasti...
Ha, er sjónvapið hátt stillt? ...og ekkert í því??
Hvað segirðu, var þessi sulta í ísskápnum áður en þið fluttuð út?...
þá verður þetta doldið erfitt stundum!
En þá er um að gera að vera bjartsýnn, þetta hefst allt með smá þolinmæði erþaki?
P.s. ef einhver lumar á afgangs þolinmæði, viljiði plís láta mig vita!
Já, við erum sumsé lentar og vel það. Ísland tók á móti okkur með hífandi roki, sem var nú bara hressandi eftir niðursoðið dósaloft í boði æslander.
Þessi vika hefur annars liðið hratt. Júlía byrjaði eiginlega strax á leikskólanum. Hún átti að fá viku í aðlögun, en eftir tvo daga sögðu þær að hún mætti bara byrja alveg... það mætti halda að hún hafi aldrei annars staðar verið og finnst þetta bara æðislega gaman!
Svo var náttúrulega farið í sveitina þar sem Júlíu varð að ósk sinni um að fá rigningu (var sko nýbúin að kaupa sér pollagalla og stígvéli ;)
Svo þar var hoppað í pollum af hjartans list... fundum meira að segja nokkrar kvígur til að klappa og vorum alveg í þvílíkum fíling!
Svo er maður bara að bíða eftir því að fá vinnu og bíl og að lokum húsnæði, og dísus kræst hvað ég hlakka til þegar þetta þrennt verður í höfn. Það er eitt að þurfa að búa inni á öðrum með sitt hafurtask, en þegar þessir sömu 'aðrir' eru komnir á áttræðisaldur (með fullri virðingu) og þar af leiðandi á allt annari bylgjulengd en maður sjálfur;
Jújú, gufan er ágæt... -og allt annað er helvítis bítlagarg...
Neinei, það þarf ekkert að nota uppþvottalög... -þó það hafi verið spikfeit lúða í matinn...
Pasta er ekki matur... -maður getur alveg eins étið pappakassa!
Jújú, það er allt í lagi með þennan fisk sem er búinn að sitja á diski í ísskápnum í fimm daga... -með engu plasti...
Ha, er sjónvapið hátt stillt? ...og ekkert í því??
Hvað segirðu, var þessi sulta í ísskápnum áður en þið fluttuð út?...
þá verður þetta doldið erfitt stundum!
En þá er um að gera að vera bjartsýnn, þetta hefst allt með smá þolinmæði erþaki?
P.s. ef einhver lumar á afgangs þolinmæði, viljiði plís láta mig vita!
mánudagur, október 04, 2004
Bæjó Canada!
Jæja, þá er komið að því sem ekki verður umflúið lengur. Ég og Júlía erum á leiðinni til Íslands með one way ticket. Búin að vera að hringla með þetta í marga mánuði, ákveða dagsetningar og hætta við. En nú er sumsé búið að taka ákvörðun og verður ekki hringlað meira með það.
Erna og Selma verða áfram úti í einhvern tíma, enda kennaraverkfall á Íslandi og svo þarf ég að redda mér vinnu og svona áður en þær koma. Júlía er búin að fá leikskólapláss svo nú vantar mig bara vinnu og bíl (einhver? :)
Eníveis, þá verð ég í takmörkuðu tölvusambandi til að byrja með (foreldrarnir ekki alveg nógu vel update-uð í tæknimálum) En ég á örugglega eftir að verða voða dugleg að heimsækja þá sem eru með nettengingu...
Það er eins gott að þessi fáist á Íslandi
Jæja, þá er komið að því sem ekki verður umflúið lengur. Ég og Júlía erum á leiðinni til Íslands með one way ticket. Búin að vera að hringla með þetta í marga mánuði, ákveða dagsetningar og hætta við. En nú er sumsé búið að taka ákvörðun og verður ekki hringlað meira með það.
Erna og Selma verða áfram úti í einhvern tíma, enda kennaraverkfall á Íslandi og svo þarf ég að redda mér vinnu og svona áður en þær koma. Júlía er búin að fá leikskólapláss svo nú vantar mig bara vinnu og bíl (einhver? :)
Eníveis, þá verð ég í takmörkuðu tölvusambandi til að byrja með (foreldrarnir ekki alveg nógu vel update-uð í tæknimálum) En ég á örugglega eftir að verða voða dugleg að heimsækja þá sem eru með nettengingu...
Það er eins gott að þessi fáist á Íslandi
fimmtudagur, september 16, 2004
mánudagur, september 06, 2004
Litli skordýrafræðingurinn
Hún Júlía hefur alveg endalausan áhuga á skordýrum, enda af ýmsu að taka þessa dagana. Þessu fylgja oft skemmtilegar pælingar, eins og í morgun þegar hún var að skoða snigil á kanínukofanum...
"Mamma, þegar snigillinn setur augun svona inn, sér hann þá brain?"
Ég er viss um að það á eftir að verða eitthvað mikið úr henni þegar hún stækkar! :)
Hún Júlía hefur alveg endalausan áhuga á skordýrum, enda af ýmsu að taka þessa dagana. Þessu fylgja oft skemmtilegar pælingar, eins og í morgun þegar hún var að skoða snigil á kanínukofanum...
"Mamma, þegar snigillinn setur augun svona inn, sér hann þá brain?"
Ég er viss um að það á eftir að verða eitthvað mikið úr henni þegar hún stækkar! :)
laugardagur, september 04, 2004
Þar kom að því...
Í fyrsta skipti á fjórtán ára ferli mínum sem bílstjóri var ég stoppuð af löggunni um daginn (þeir hafa sko aldrei náð mér áður ;)
Málið er að á nokkurra metra kafla, rétt áður en beygt er inn í Coventry Lane þar sem við búum, eru tvær stöðvunarskyldur. Þar sem maður ekur þessa leið fram og til baka á hverjum degi, þá er maður ekkert alltaf að stoppa alveg... hægir aðeins á og lítur í kringum sig og brunar svo yfir. Nema hvað, þennan dag var ég sumsé að beygja inn í Coventry Lane þegar ég heyri sírenuvæl (eins og blikkljósin hefðu nú ekki dugað). Ég klára að beygja og stoppa við fyrsta húsið í götunni (okkar hús er annað húsið) og út kemur kauði og var nú ekkert allt of hress með þetta framferði mitt. Hafði semsagt horft á eftir mér brenna yfir tvær stöðvunarskyldur, eins og þær væru ekkert annað en aumar biðskyldur. Við tók það sem maður hefur svo oft séð í bíó; "Licence and registrations" og copy af tryggingunum vildi hann líka sjá. Gaurinn sleppti mér svo með skrekkinn ásamt áminningu og var öllu mildari þegar hann kvaddi. Þetta var nú samt ekkert smá aulalegt, þarna rétt við innkeyrsluna og auðvitað voru nágrannarnir að keyra framhjá á meðan.
Þegar við komum inn faðmaði Júlía mig (hafði fylgst með út um gluggann heima) og sagði; "Mamma, ég hélt að þú þyrftir að fara í jail!"
Í fyrsta skipti á fjórtán ára ferli mínum sem bílstjóri var ég stoppuð af löggunni um daginn (þeir hafa sko aldrei náð mér áður ;)
Málið er að á nokkurra metra kafla, rétt áður en beygt er inn í Coventry Lane þar sem við búum, eru tvær stöðvunarskyldur. Þar sem maður ekur þessa leið fram og til baka á hverjum degi, þá er maður ekkert alltaf að stoppa alveg... hægir aðeins á og lítur í kringum sig og brunar svo yfir. Nema hvað, þennan dag var ég sumsé að beygja inn í Coventry Lane þegar ég heyri sírenuvæl (eins og blikkljósin hefðu nú ekki dugað). Ég klára að beygja og stoppa við fyrsta húsið í götunni (okkar hús er annað húsið) og út kemur kauði og var nú ekkert allt of hress með þetta framferði mitt. Hafði semsagt horft á eftir mér brenna yfir tvær stöðvunarskyldur, eins og þær væru ekkert annað en aumar biðskyldur. Við tók það sem maður hefur svo oft séð í bíó; "Licence and registrations" og copy af tryggingunum vildi hann líka sjá. Gaurinn sleppti mér svo með skrekkinn ásamt áminningu og var öllu mildari þegar hann kvaddi. Þetta var nú samt ekkert smá aulalegt, þarna rétt við innkeyrsluna og auðvitað voru nágrannarnir að keyra framhjá á meðan.
Þegar við komum inn faðmaði Júlía mig (hafði fylgst með út um gluggann heima) og sagði; "Mamma, ég hélt að þú þyrftir að fara í jail!"
mánudagur, ágúst 23, 2004
Gúrkutíð?
Hvort skemmtilegri fréttir eru andsvar moggans við nýja vísis viðmótinu skal ósagt látið. Ég skemmti mér allavega konunglega yfir þessum í dag;
"Lögreglan í Reykjavík segist í yfirliti yfir helstu verkefni helgarinnar hafa orðið vitni að ýmsum uppákomum aðfaranótt sunnudags eftir Menningarnóttina. Til dæmis var beðið um að Tarsan yrði fjarlægður af skemmtistað í miðborginni. Þar hafði maður inni á staðnum farið í Tarsanleik og hangið í ljósakrónum."
"Þá var tilkynnt um mann sem braut rúðu í rútu trúarfélags (!). Hann hafði séð kunningja sinn inn í rútunni og bankaði í rúðuna en bankaði of fast þannig að rúðan brotnaði. Hann sagðist myndu greiða fyrir rúðuna."
...5 Maríubænir fyrir það
"Einnig var tilkynnt um mann sem svæfi sokka- og skólaus á gangstétt við hús í Vesturgötunni á sunnudagsmorgun. Maðurinn var vakinn og segir lögregla að hann hafði sennilega verið rændur skóm, öðrum sokknum, veski og úri."
Hvað var að hinum sokknum?
Hvort skemmtilegri fréttir eru andsvar moggans við nýja vísis viðmótinu skal ósagt látið. Ég skemmti mér allavega konunglega yfir þessum í dag;
"Lögreglan í Reykjavík segist í yfirliti yfir helstu verkefni helgarinnar hafa orðið vitni að ýmsum uppákomum aðfaranótt sunnudags eftir Menningarnóttina. Til dæmis var beðið um að Tarsan yrði fjarlægður af skemmtistað í miðborginni. Þar hafði maður inni á staðnum farið í Tarsanleik og hangið í ljósakrónum."
"Þá var tilkynnt um mann sem braut rúðu í rútu trúarfélags (!). Hann hafði séð kunningja sinn inn í rútunni og bankaði í rúðuna en bankaði of fast þannig að rúðan brotnaði. Hann sagðist myndu greiða fyrir rúðuna."
...5 Maríubænir fyrir það
"Einnig var tilkynnt um mann sem svæfi sokka- og skólaus á gangstétt við hús í Vesturgötunni á sunnudagsmorgun. Maðurinn var vakinn og segir lögregla að hann hafði sennilega verið rændur skóm, öðrum sokknum, veski og úri."
Hvað var að hinum sokknum?
sunnudagur, ágúst 15, 2004
"Hello, and welcome to the Mental Health Hotline......"
If you are obsessive/compulsive, please press 1 repeatedly.
If you are co-dependant, please ask someone to press 2 for you.
If you have multiple personalities, please press 3,4,5 and 6.
If you are paranoid, we know who you are, please stay on the line so that we can trace your call.
If you are delusional, please press 7, and your call will be transferred to the mothership.
If you are schizophrenic, listen carefully for the small voice which will tell you which button to press. Remember, you are never alone!
If you are manic depressive, it doesn't really matter which number you press, no-one will answer anyway.
If you are dyslexic, please press 966999669696969.
If you have a nervous disorder, please fidget with the 'hash' key until a representative becomes available.
If you have amnesia, please press 8, and state clearly your name, address, telephone number, date of birth, national insurance number, and your mother's maiden name.
If you have post traumatic stress disorder, s-l-o-w-l-y and very c-a-r-e-f-u-l-l-y press 0 twice. If you have bipolar disorder, please leave a message after the beep or before the beep or after the beep. Please wait for the beep.
If you have short-term memory loss, please press 9. If you have short-term memory loss, please press 9. If you have short-term memory loss, please press 9.
If you are obsessive/compulsive, please press 1 repeatedly.
If you are co-dependant, please ask someone to press 2 for you.
If you have multiple personalities, please press 3,4,5 and 6.
If you are paranoid, we know who you are, please stay on the line so that we can trace your call.
If you are delusional, please press 7, and your call will be transferred to the mothership.
If you are schizophrenic, listen carefully for the small voice which will tell you which button to press. Remember, you are never alone!
If you are manic depressive, it doesn't really matter which number you press, no-one will answer anyway.
If you are dyslexic, please press 966999669696969.
If you have a nervous disorder, please fidget with the 'hash' key until a representative becomes available.
If you have amnesia, please press 8, and state clearly your name, address, telephone number, date of birth, national insurance number, and your mother's maiden name.
If you have post traumatic stress disorder, s-l-o-w-l-y and very c-a-r-e-f-u-l-l-y press 0 twice. If you have bipolar disorder, please leave a message after the beep or before the beep or after the beep. Please wait for the beep.
If you have short-term memory loss, please press 9. If you have short-term memory loss, please press 9. If you have short-term memory loss, please press 9.
föstudagur, ágúst 06, 2004
Vúhú!
Þá er komið að því... SUMARFRÍ! Á morgun leggjum við í'ann áleiðis til Toronto. Planið er sumsé einhvernveginn svona; keyrum þangað til við nennum ekki að keyra meira, tjöldum, keyrum til Toronto og verðum þar á hóteli í tvær-þrjár nætur (fer eftir því hvort við náum þangað á tveimur dögum). Skreppum í Canada's Wonderland (svona mini-Disney World), skoðum Niagara Falls og mannlífið í Toronto... og kannski smá mollin. Svo sömu leið til baka og lendum aftur heima þarnæsta laugardag.
Allir orðnir þokkalega spenntir (þeim mun smávaxnari - þeim mun spenntari!)
Þangað til, adios amigos!
Þá er komið að því... SUMARFRÍ! Á morgun leggjum við í'ann áleiðis til Toronto. Planið er sumsé einhvernveginn svona; keyrum þangað til við nennum ekki að keyra meira, tjöldum, keyrum til Toronto og verðum þar á hóteli í tvær-þrjár nætur (fer eftir því hvort við náum þangað á tveimur dögum). Skreppum í Canada's Wonderland (svona mini-Disney World), skoðum Niagara Falls og mannlífið í Toronto... og kannski smá mollin. Svo sömu leið til baka og lendum aftur heima þarnæsta laugardag.
Allir orðnir þokkalega spenntir (þeim mun smávaxnari - þeim mun spenntari!)
Þangað til, adios amigos!
laugardagur, júlí 31, 2004
Ammmæli
Hér var mikið fjör í gærkvöldi og nótt. 7 stelpur, 13-14 ára í afmælispartýi hjá Ernu með pizzum, ís, vídeóglápi og tilheyrandi. Ég mokaði þeim svo út í tjald um miðnætti og þar var skvaldrað til ca 3-4. Svo eldaði ég morgunmat ofaní liðið í morgun og nú eru þær farnar. Ótrúlegt hvað er mikill munur á 12 ára og 14 ára. Þegar Selma varð 12 voru þvílík læti og hamagangur, öskur og ég veit ekki hvað í stelpunum og við gátum ekki beðið eftir að afmælið væri búið (þó var það bara í 3 tíma). En svo vissi maður ekki af þessum sem voru hérna í gær.
Nú er Júlía farin í afmæli með pabba sínum og Erna er að fara í mollið að eyða peningunum sem hún fékk í afmælisgjöf ;)
Selma eyddi nóttinni hjá vinkonu sinni... nennti sko ekki að hanga í kringum systur sína og hennar lið!
Svo ætli maður reyni ekki bara að leggja sig, enda ekki mikið sofið síðustu nótt. Ég svaf reyndar niðri þar sem stelpurnar tjölduðu fyrir utan svefnherbergisgluggann okkar. Geiri vildi freista þess að sofa í hjónarúminu en endaði uppi í Selmu rúmi eftir að hafa gefist upp á blaðrinu fyrir utan :)
Svo stendur til að skoða mannlífið í miðbænum í kvöld, hann er að fara í steggjapartý og ég ætla að skreppa niður á höfn með stelpum úr vinnunni. Það er hellingur að gerast núna í bænum, höfnin full af skipum (Tall Ships), farandlistamenn um allt (Buskers) og veðrið frábært. Fór í 33 stig í gær.
Svo skál í Corona og pikkumst síðar!
Hér var mikið fjör í gærkvöldi og nótt. 7 stelpur, 13-14 ára í afmælispartýi hjá Ernu með pizzum, ís, vídeóglápi og tilheyrandi. Ég mokaði þeim svo út í tjald um miðnætti og þar var skvaldrað til ca 3-4. Svo eldaði ég morgunmat ofaní liðið í morgun og nú eru þær farnar. Ótrúlegt hvað er mikill munur á 12 ára og 14 ára. Þegar Selma varð 12 voru þvílík læti og hamagangur, öskur og ég veit ekki hvað í stelpunum og við gátum ekki beðið eftir að afmælið væri búið (þó var það bara í 3 tíma). En svo vissi maður ekki af þessum sem voru hérna í gær.
Nú er Júlía farin í afmæli með pabba sínum og Erna er að fara í mollið að eyða peningunum sem hún fékk í afmælisgjöf ;)
Selma eyddi nóttinni hjá vinkonu sinni... nennti sko ekki að hanga í kringum systur sína og hennar lið!
Svo ætli maður reyni ekki bara að leggja sig, enda ekki mikið sofið síðustu nótt. Ég svaf reyndar niðri þar sem stelpurnar tjölduðu fyrir utan svefnherbergisgluggann okkar. Geiri vildi freista þess að sofa í hjónarúminu en endaði uppi í Selmu rúmi eftir að hafa gefist upp á blaðrinu fyrir utan :)
Svo stendur til að skoða mannlífið í miðbænum í kvöld, hann er að fara í steggjapartý og ég ætla að skreppa niður á höfn með stelpum úr vinnunni. Það er hellingur að gerast núna í bænum, höfnin full af skipum (Tall Ships), farandlistamenn um allt (Buskers) og veðrið frábært. Fór í 33 stig í gær.
Svo skál í Corona og pikkumst síðar!
sunnudagur, júlí 25, 2004
laugardagur, júlí 24, 2004
Bleeeeeeeh!
Rakinn er búinn að vera óþolandi síðustu daga. Þoka alla vikuna og allt er orðin þvalt innan dyra. Maður loðir við gólfin og sófana og líður eins og allt sé skítugt, sama hversu oft og vel er þrifið. (Auk þess tekur það gólfin þrjá daga að þorna ef maður skúrar)
Manni líður eins og maður þurfi að fara í sturtu á fimm mínútna fresti, því heilinn segir manni að maður sé að svitna, þegar maður er í raun bara svona 'sticky' af rakanum í loftinu.
Það sem okkur vantar núna er almennilegt þrumuveður! Það er það eina sem virkar til að hreinsa upp svona mollu. Það eru nú reyndar góðar líkur á að þetta endi þannig, því hitinn er svona 20-25 stig sem ásamt rakanum er góð uppskrift að þrumuveðri.
Þetta er semsagt megin ástæðan fyrir bloggleti, öll orka löngu upp urin.
Nú eru annars tvær vikur í sumarfrí. Erum að spá í að keyra til Niagara Falls, stoppa oft á leiðinni og tjalda og eyða kannski degi eða tveimur þarna niðurfrá. Skoða okkur um í Toronto líka og svona. Vúhú! Það er sko löngu kominn tími á smá frí, og komin tvö ár frá síðustu tjaldferð (sem er náttúrulega ekki hægt).
Og svo kemur væntanlega myndasyrpa af öllu saman.
Veriði stillt þangað til.
Kannski full mikið af því góða...
Rakinn er búinn að vera óþolandi síðustu daga. Þoka alla vikuna og allt er orðin þvalt innan dyra. Maður loðir við gólfin og sófana og líður eins og allt sé skítugt, sama hversu oft og vel er þrifið. (Auk þess tekur það gólfin þrjá daga að þorna ef maður skúrar)
Manni líður eins og maður þurfi að fara í sturtu á fimm mínútna fresti, því heilinn segir manni að maður sé að svitna, þegar maður er í raun bara svona 'sticky' af rakanum í loftinu.
Það sem okkur vantar núna er almennilegt þrumuveður! Það er það eina sem virkar til að hreinsa upp svona mollu. Það eru nú reyndar góðar líkur á að þetta endi þannig, því hitinn er svona 20-25 stig sem ásamt rakanum er góð uppskrift að þrumuveðri.
Þetta er semsagt megin ástæðan fyrir bloggleti, öll orka löngu upp urin.
Nú eru annars tvær vikur í sumarfrí. Erum að spá í að keyra til Niagara Falls, stoppa oft á leiðinni og tjalda og eyða kannski degi eða tveimur þarna niðurfrá. Skoða okkur um í Toronto líka og svona. Vúhú! Það er sko löngu kominn tími á smá frí, og komin tvö ár frá síðustu tjaldferð (sem er náttúrulega ekki hægt).
Og svo kemur væntanlega myndasyrpa af öllu saman.
Veriði stillt þangað til.
Kannski full mikið af því góða...
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Meira af snobbfiskum
Jæja, það var Canada Day í dag (þjóðhátíðardagurinn) og allir í fríi. Við Selma vöknuðum klukkan sjö og fórum að veiða á meðan hinir sváfu.
Við fórum aftur á sama stað og um síðustu helgi, að vatni sem heitir Grand Lake og er eins og nafnið gefur til kynna, RISA stórt. Rosa flottur veiðistaður, veðrið var frábært; skýjað en bjart og smá gára á vatninu og við bara einar þarna. Nema hvað, við fengum ekki bröndu frekar en fyrri daginn og er ekki laust við að farið sé að vega dálítið að sjálfinu mínu þegar kemur að veiðiskap! Það var nú eitthvað líf þarna í kringum okkur og ég prófaði allt sem ég átti á línuna, en ég held að þessir kanadísku fiskar vilji bara hamborgara eða eitthvað svoleiðis. Ætla að kíkja í búð á morgun og skoða beitur... sjá hvað þeir eru að nota hérna (sem mér hefur hingað til sýnst vera allt úr plasti, glimmeri og í neonlitum... en kannski það sé það sem fiskarnir vilja?
Við gefumst allavega ekki upp og ætlum aftur um helgina, hvort sem það verður á sama stað eða hvað, það er víst af nógu að taka þegar kemur að vötnum á svæðinu.
...
Jæja, það var Canada Day í dag (þjóðhátíðardagurinn) og allir í fríi. Við Selma vöknuðum klukkan sjö og fórum að veiða á meðan hinir sváfu.
Við fórum aftur á sama stað og um síðustu helgi, að vatni sem heitir Grand Lake og er eins og nafnið gefur til kynna, RISA stórt. Rosa flottur veiðistaður, veðrið var frábært; skýjað en bjart og smá gára á vatninu og við bara einar þarna. Nema hvað, við fengum ekki bröndu frekar en fyrri daginn og er ekki laust við að farið sé að vega dálítið að sjálfinu mínu þegar kemur að veiðiskap! Það var nú eitthvað líf þarna í kringum okkur og ég prófaði allt sem ég átti á línuna, en ég held að þessir kanadísku fiskar vilji bara hamborgara eða eitthvað svoleiðis. Ætla að kíkja í búð á morgun og skoða beitur... sjá hvað þeir eru að nota hérna (sem mér hefur hingað til sýnst vera allt úr plasti, glimmeri og í neonlitum... en kannski það sé það sem fiskarnir vilja?
Við gefumst allavega ekki upp og ætlum aftur um helgina, hvort sem það verður á sama stað eða hvað, það er víst af nógu að taka þegar kemur að vötnum á svæðinu.
...
þriðjudagur, júní 29, 2004
Og kallinn prumpar svooooona...
Um daginn minntist ég á sjúkrahúsnærbuxur sem lífgað var uppá með litum og bróderíngum. Ekkert slær þó út því sem ég rakst á í dag.
Hér er hægt að kaupa nærbuxur sem eyða prumpulykt! Prumpið fer í gegnum filter sem inniheldur virkt kolefni og kemur svo lyktarlaust út hinum megin. Nú geta semsagt allir prumpað skammarlaust, án þess að eiga á hættu að fólk gretti sig og taki fyrir nefið. Brókin kostar frá 19.95 dollurum (plús skatt) og endist í u.þ.b. eitt ár. Filterinn er hægt að skipta um (í dýrari gerðunum) og endist hver filter í nokkrar vikur upp í nokkra mánuði, allt eftir því hversu mikið mæðir á þeim.
Skyldi einhver vera kominn með umboð fyrir þetta á Íslandi?
(Þessi mynd var á síðunni hjá þeim. Sjáiði bara hvað maðurinn er áhyggjulaus með bókina sína, á meðan konan sefur vært við hlið hans! Það er alveg ljóst að þetta mun breyta lífum okkar allra.)
Allt annad lif!
Um daginn minntist ég á sjúkrahúsnærbuxur sem lífgað var uppá með litum og bróderíngum. Ekkert slær þó út því sem ég rakst á í dag.
Hér er hægt að kaupa nærbuxur sem eyða prumpulykt! Prumpið fer í gegnum filter sem inniheldur virkt kolefni og kemur svo lyktarlaust út hinum megin. Nú geta semsagt allir prumpað skammarlaust, án þess að eiga á hættu að fólk gretti sig og taki fyrir nefið. Brókin kostar frá 19.95 dollurum (plús skatt) og endist í u.þ.b. eitt ár. Filterinn er hægt að skipta um (í dýrari gerðunum) og endist hver filter í nokkrar vikur upp í nokkra mánuði, allt eftir því hversu mikið mæðir á þeim.
Skyldi einhver vera kominn með umboð fyrir þetta á Íslandi?
(Þessi mynd var á síðunni hjá þeim. Sjáiði bara hvað maðurinn er áhyggjulaus með bókina sína, á meðan konan sefur vært við hlið hans! Það er alveg ljóst að þetta mun breyta lífum okkar allra.)
Allt annad lif!
laugardagur, júní 26, 2004
Til hamingju með kosningadaginn!
Ég vona að allir hafi farið í sparifötin í morgun og skundað á kjörstað til að leggja sitt af mörkum til lýðræðisins. Ég man í gamla daga (þegar ég var lítil sko) og gamla settið fór prúðbúið á kjörstað, pabbi í pressuðum jakkafötum með bindið á sínum stað og mamma í pilsdragt á háhæla skóm, angandi af ilmvatninu sem annars var aðeins notað á jólunum eða ef einhver dó. Þá þekktist ekki að menn ættu fleiri en ein, eða í mesta lagi tvenn jakkaföt svo gamli fór og kaus forseta í sömu fötunum, örugglega fimm sinnum í röð.
Mér fannst annars leiðinlegt að að engin kona skyldi bjóða sig fram í þetta sinn. Ekki það að maður myndi kjósa konu vegna kynsins en auðvitað er alltaf gaman að sjá konur framarlega í pólítík, sem annars staðar.
Í óbeinu framhaldi fór ég að spá svolítið í þetta með makana, og hversu miklu eða litlu máli maki forsetans skipti. Fólk er jú að kjósa mann/konu til embættisins, en skyldi makinn hafa eitthvert vægi í vali fólks? Ætli einhver hafi ekki kosið þennan eða hinn af því hann þoldi ekki makann? Eða gefið einhverjum atkvæði sitt af því makinn var í uppáhaldi.
Svo ég hélt áfram að spekúlera og fór að velta fyrir mér hinum fullkomnu forsetahjónum. Ég held barasta að ég hafi fundið þau, og þó þau séu ekki par þá veit maður aldrei. Bæði eru svona 'global' fólk sem ætlar sér stóra hluti í heiminum og lætur ekki nægja að láta verk sín tala bara á Íslandi. Eitt er víst, að hjónasvipurinn leynir sér ekki. Haukfránt augnarráð og brosið svo geislandi að Colgate má bara fara að pakka saman...
Hver stenst thessi augu?
Ég vona að allir hafi farið í sparifötin í morgun og skundað á kjörstað til að leggja sitt af mörkum til lýðræðisins. Ég man í gamla daga (þegar ég var lítil sko) og gamla settið fór prúðbúið á kjörstað, pabbi í pressuðum jakkafötum með bindið á sínum stað og mamma í pilsdragt á háhæla skóm, angandi af ilmvatninu sem annars var aðeins notað á jólunum eða ef einhver dó. Þá þekktist ekki að menn ættu fleiri en ein, eða í mesta lagi tvenn jakkaföt svo gamli fór og kaus forseta í sömu fötunum, örugglega fimm sinnum í röð.
Mér fannst annars leiðinlegt að að engin kona skyldi bjóða sig fram í þetta sinn. Ekki það að maður myndi kjósa konu vegna kynsins en auðvitað er alltaf gaman að sjá konur framarlega í pólítík, sem annars staðar.
Í óbeinu framhaldi fór ég að spá svolítið í þetta með makana, og hversu miklu eða litlu máli maki forsetans skipti. Fólk er jú að kjósa mann/konu til embættisins, en skyldi makinn hafa eitthvert vægi í vali fólks? Ætli einhver hafi ekki kosið þennan eða hinn af því hann þoldi ekki makann? Eða gefið einhverjum atkvæði sitt af því makinn var í uppáhaldi.
Svo ég hélt áfram að spekúlera og fór að velta fyrir mér hinum fullkomnu forsetahjónum. Ég held barasta að ég hafi fundið þau, og þó þau séu ekki par þá veit maður aldrei. Bæði eru svona 'global' fólk sem ætlar sér stóra hluti í heiminum og lætur ekki nægja að láta verk sín tala bara á Íslandi. Eitt er víst, að hjónasvipurinn leynir sér ekki. Haukfránt augnarráð og brosið svo geislandi að Colgate má bara fara að pakka saman...
Hver stenst thessi augu?
fimmtudagur, júní 17, 2004
Hver er þessi undurfagra kona?
Ég á tvífara! Þessu komst ég að á skoðunarferð minni um nýja vísis-vefinn. Þessi snót ku hafa keypt heilan lager af sjúkrahúsnærbuxum, og gefið þeim nýtt gildi ef ég skil fréttina rétt. Brækurnar eru nokkurs konar andsvar við rassareimabuxunum (G-string), svo nú geta allir sportað bleikum, bróderuðum nærbrókum og híað á G-strengina. Það held ég amma yrði stolt!
Er thad bara harid eda leynist eitthvad meira ad baki...
Ég á tvífara! Þessu komst ég að á skoðunarferð minni um nýja vísis-vefinn. Þessi snót ku hafa keypt heilan lager af sjúkrahúsnærbuxum, og gefið þeim nýtt gildi ef ég skil fréttina rétt. Brækurnar eru nokkurs konar andsvar við rassareimabuxunum (G-string), svo nú geta allir sportað bleikum, bróderuðum nærbrókum og híað á G-strengina. Það held ég amma yrði stolt!
Er thad bara harid eda leynist eitthvad meira ad baki...
laugardagur, júní 12, 2004
Pirr dagsins í boði Rainbow Trout
Í dag var hið fínasta veiðiveður, bjart og smá vindur en ekki mikil sól eða hiti. Svo við ákváðum að fara í bíltúr og tókum auðvitað stangirnar með. Jæja, við stoppum við á rétt hjá Mosquitoboit Harbour, fallegur staður þar sem áin rennur undan brú og breiðir úr sér. Nema hvað, þarna vorum við í rúma tvo tíma, og áin var bókstaflega FULL af regnbogasilungi! Þeir syntu nánast yfir tærnar á okkur, stukku allt um kring og maður gat fylgst með heilu torfunum upp við bakkana. Þetta var auðvitað rosalega gaman og hefði örugglega verið enn skemmtilegra ef EITTHVAÐ HEFÐI BITIÐ Á. Ég byrjaði með spún, þá flugu og svo aftur spún þar til hann týndist (húkkaði grjót). Aðrir voru með flugur og öngla með maðki eða maísbaunum, sem landinn ku veiða á hérna (!). Um tíma sat ég uppi á brúnni og horfði niður á torfuna, danglaði flugunni niður í vatnið og lét hana tipla um yfirborðið, en þessir snobbfiskar voru greinilega ekki á þeim buxunum að láta krækja í sig.
(Reyndar sýndist mér sem þeir væru meira horny en svangir, af atferlinu að dæma :)
En við látum ekki bugast eftir þessa reynslu nema síður sé. Erum strax búin að plana annan túr um næstu helgi á annan stað. Sjáum til hvort sú ferð skilar einhverju...
Tharna eru their, bolvadir...
Í dag var hið fínasta veiðiveður, bjart og smá vindur en ekki mikil sól eða hiti. Svo við ákváðum að fara í bíltúr og tókum auðvitað stangirnar með. Jæja, við stoppum við á rétt hjá Mosquitoboit Harbour, fallegur staður þar sem áin rennur undan brú og breiðir úr sér. Nema hvað, þarna vorum við í rúma tvo tíma, og áin var bókstaflega FULL af regnbogasilungi! Þeir syntu nánast yfir tærnar á okkur, stukku allt um kring og maður gat fylgst með heilu torfunum upp við bakkana. Þetta var auðvitað rosalega gaman og hefði örugglega verið enn skemmtilegra ef EITTHVAÐ HEFÐI BITIÐ Á. Ég byrjaði með spún, þá flugu og svo aftur spún þar til hann týndist (húkkaði grjót). Aðrir voru með flugur og öngla með maðki eða maísbaunum, sem landinn ku veiða á hérna (!). Um tíma sat ég uppi á brúnni og horfði niður á torfuna, danglaði flugunni niður í vatnið og lét hana tipla um yfirborðið, en þessir snobbfiskar voru greinilega ekki á þeim buxunum að láta krækja í sig.
(Reyndar sýndist mér sem þeir væru meira horny en svangir, af atferlinu að dæma :)
En við látum ekki bugast eftir þessa reynslu nema síður sé. Erum strax búin að plana annan túr um næstu helgi á annan stað. Sjáum til hvort sú ferð skilar einhverju...
Tharna eru their, bolvadir...
fimmtudagur, júní 10, 2004
Furðufiskar
Á mánudaginn var 6 stiga hiti (eða kuldi öllu heldur). Í gær var 32 (já, þrjátíuogtveggja) stiga hiti og rakamolla! Ég býst við að sumarið sé komið, og það all harkalega. Annars er best að vera ekki of bjartsýnn, það er búið að spá lélegu sumri hjá okkur :(
Annars vorum við að kaupa veiðileyfi og planið er að fara að veiða um helgina. Það ætti að verða fróðlegt, hér fæst ekkert nema vatnakarfar og leirgeddur svo það er spurning hvort maður þori að landa ef eitthvað bítur á. Annars á víst að vera hægt að krækja í sjóbirting á þessum árstíma, ef maður fer í árnar.
Allavega, ég pósta myndir eftir helgina ef eitthvað skrýtið veiðist :)
Á mánudaginn var 6 stiga hiti (eða kuldi öllu heldur). Í gær var 32 (já, þrjátíuogtveggja) stiga hiti og rakamolla! Ég býst við að sumarið sé komið, og það all harkalega. Annars er best að vera ekki of bjartsýnn, það er búið að spá lélegu sumri hjá okkur :(
Annars vorum við að kaupa veiðileyfi og planið er að fara að veiða um helgina. Það ætti að verða fróðlegt, hér fæst ekkert nema vatnakarfar og leirgeddur svo það er spurning hvort maður þori að landa ef eitthvað bítur á. Annars á víst að vera hægt að krækja í sjóbirting á þessum árstíma, ef maður fer í árnar.
Allavega, ég pósta myndir eftir helgina ef eitthvað skrýtið veiðist :)
laugardagur, maí 22, 2004
Kúkað á náttúrulegan hátt
Það er engin spurning, menningarheimur okkar hefur í gegnum árin bælt niður eðlishvötina og fært okkur lengra og lengra frá öllu því sem getur kallast náttúrulegt. Þessvegna ættu allir að fá sér svona, og komast þannig aftur í snertingu við sitt náttúrulega eðli.
Það er engin spurning, menningarheimur okkar hefur í gegnum árin bælt niður eðlishvötina og fært okkur lengra og lengra frá öllu því sem getur kallast náttúrulegt. Þessvegna ættu allir að fá sér svona, og komast þannig aftur í snertingu við sitt náttúrulega eðli.
fimmtudagur, maí 20, 2004
laugardagur, maí 15, 2004
Er Davíð slut?
Þetta fjölmiðlafrumvarp er orðið með því skemmtilegasta sem maður les um þessa dagana. Þetta er ansi heitt mál og fólk lætur ýmislegt út úr sér í hita umræðunnar. Þetta sagði Steingrímur J. á Alþingi, þegar Davíð var 'vant við látinn', en Steingrímur hafði augljóslega nokkrar spurningar í pokahorninu fyrir hann;
"Ég hlýt að líta svo á, herra forseti, af því að hæstvirtur forsætisráðherra getur ekki haft nein lögmæt forföll - bráðfrískur maðurinn á vappi hérna kringum salinn áðan - hann getur ekki haft nein önnur forföll, nein lögmæt forföll. Ég hlýt að líta svo á að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.
Ég hlýt að líta svo, og það skal þá standa, að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig,"
Þeir geta nú verið úrvals skemmtikraftar, þó þeir séu ekki til margs annars brúklegir þessar elskur ;)
Þetta fjölmiðlafrumvarp er orðið með því skemmtilegasta sem maður les um þessa dagana. Þetta er ansi heitt mál og fólk lætur ýmislegt út úr sér í hita umræðunnar. Þetta sagði Steingrímur J. á Alþingi, þegar Davíð var 'vant við látinn', en Steingrímur hafði augljóslega nokkrar spurningar í pokahorninu fyrir hann;
"Ég hlýt að líta svo á, herra forseti, af því að hæstvirtur forsætisráðherra getur ekki haft nein lögmæt forföll - bráðfrískur maðurinn á vappi hérna kringum salinn áðan - hann getur ekki haft nein önnur forföll, nein lögmæt forföll. Ég hlýt að líta svo á að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.
Ég hlýt að líta svo, og það skal þá standa, að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig,"
Þeir geta nú verið úrvals skemmtikraftar, þó þeir séu ekki til margs annars brúklegir þessar elskur ;)
föstudagur, maí 14, 2004
Whadda?
Þessi ótrúlega furðulega frétt birtist á mbl í morgun. Ég varð að lesa hana þrisvar (til að leita að sjálfri fréttinni). Hvað eru moggamenn að pæla? Það er augljóslega verið að reyna að koma einhverju af stað, eða hvað?
Þessi ótrúlega furðulega frétt birtist á mbl í morgun. Ég varð að lesa hana þrisvar (til að leita að sjálfri fréttinni). Hvað eru moggamenn að pæla? Það er augljóslega verið að reyna að koma einhverju af stað, eða hvað?
fimmtudagur, maí 13, 2004
Hibb-ibb-ibb... barbabrella!
You are Barbamama. You spend most of your time
alone, developing your subtle talents. No one
really knows you.
Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla
You are Barbamama. You spend most of your time
alone, developing your subtle talents. No one
really knows you.
Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla
fimmtudagur, maí 06, 2004
Ég held ég fái mér bara súkkulaði...
Einn af kúnnum dagsins hjá Bangz var kona, kannski svona um fertugt, augljóslega illa haldin af anorexíu. Mikið rosalega er þetta óhugnarlegur sjúkdómur. Hún var í svona hálfsíðum buxum og tannstönglafótleggir stóðu niður úr skálmunum. Svo var hún í ermalausum bol, með girt ofaní buxurnar og ég hefði örugglega náð utan um mittið á henni með höndunum, utanyfir fötin! Rifbeinin sköguðu út og handleggirnir virtust einhvernvegin allt of langir, og sömuleiðis fingurnir. Sinaber, og augljóslega þjáð af vökvaskorti því húðin krumpaðist öll um ökklana og úlnliðina. Úff! Ofaná allt var hún kaffibrún, nýkomin frá Kúbu og var að kaupa sér ljósakort. Óhamingjan skein úr anditinu á þessari vesalings konu.
Og hugsa sér... allt þetta gera þær til að líta vel út, en enda svo svona :(
Einn af kúnnum dagsins hjá Bangz var kona, kannski svona um fertugt, augljóslega illa haldin af anorexíu. Mikið rosalega er þetta óhugnarlegur sjúkdómur. Hún var í svona hálfsíðum buxum og tannstönglafótleggir stóðu niður úr skálmunum. Svo var hún í ermalausum bol, með girt ofaní buxurnar og ég hefði örugglega náð utan um mittið á henni með höndunum, utanyfir fötin! Rifbeinin sköguðu út og handleggirnir virtust einhvernvegin allt of langir, og sömuleiðis fingurnir. Sinaber, og augljóslega þjáð af vökvaskorti því húðin krumpaðist öll um ökklana og úlnliðina. Úff! Ofaná allt var hún kaffibrún, nýkomin frá Kúbu og var að kaupa sér ljósakort. Óhamingjan skein úr anditinu á þessari vesalings konu.
Og hugsa sér... allt þetta gera þær til að líta vel út, en enda svo svona :(
sunnudagur, maí 02, 2004
Aahhhh...
Jæja, þá er síðasta kvöldvaktin, og jafnframt síðasta laugardagsvaktin búin! Við tekur 9-5 vinna, mánudaga til föstudags. Ég semsagt gafst endanlega upp á vaktavinnunni, en hey, ég reyndi allavega. Það að hafa bara einn dag með familíunni (sunnudag), sem oftast fór í þrif og annað hvort eð var, var bara ekki alveg að ganga upp. Og að hlusta á; þarftu eeeendilega að fara að vinna... á hverjum laugardegi var ekkert gaman heldur. Svo ég sagði hingað og ekki lengra, get ekki meir, stend ekki í þessu! Mig vantar 9-5 vinnu og frí um helgar. Nema hvað, bossinn sem var í krísu þar sem það er nú þegar mannekla á stofunni, sagði að ég fengi þá bara þær vaktir sem ég vildi (eftir að hafa reynt að tala mig inná að vinna allavega einhverja laugardaga... nei takk!). Svo ég er líklega eini klipparinn í heiminum sem vinn frá 9-5 mán-fös.
Mikið er ég fegin að ég tók ekki hjúkkuna á sínum tíma... ég gæti sko aldrei, ALDREI unnið slíkar vaktir (tek ofan hattinn fyrir ykkur hjúkkum).
Nú verða kvöldin og helgarnar sko notuð til að njóta sumarsins, sem er loksins komið!
Jæja, þá er síðasta kvöldvaktin, og jafnframt síðasta laugardagsvaktin búin! Við tekur 9-5 vinna, mánudaga til föstudags. Ég semsagt gafst endanlega upp á vaktavinnunni, en hey, ég reyndi allavega. Það að hafa bara einn dag með familíunni (sunnudag), sem oftast fór í þrif og annað hvort eð var, var bara ekki alveg að ganga upp. Og að hlusta á; þarftu eeeendilega að fara að vinna... á hverjum laugardegi var ekkert gaman heldur. Svo ég sagði hingað og ekki lengra, get ekki meir, stend ekki í þessu! Mig vantar 9-5 vinnu og frí um helgar. Nema hvað, bossinn sem var í krísu þar sem það er nú þegar mannekla á stofunni, sagði að ég fengi þá bara þær vaktir sem ég vildi (eftir að hafa reynt að tala mig inná að vinna allavega einhverja laugardaga... nei takk!). Svo ég er líklega eini klipparinn í heiminum sem vinn frá 9-5 mán-fös.
Mikið er ég fegin að ég tók ekki hjúkkuna á sínum tíma... ég gæti sko aldrei, ALDREI unnið slíkar vaktir (tek ofan hattinn fyrir ykkur hjúkkum).
Nú verða kvöldin og helgarnar sko notuð til að njóta sumarsins, sem er loksins komið!
föstudagur, apríl 30, 2004
ÞAÐ VAR MIKIÐ!
Vúhúúú! Það er komið vor, loksins. Sól og blíða og er spáð 20 stiga hita í dag og 17 um helgina! Þetta var nú líka farið að verða fáránlegt.
Við vorum að grínast með það í vinnunni í gær að við myndum allar hringja og segjast vera veikar í dag, út af veðrinu sem var búið að spá. Jæja, Júlía gubbaði í rúmið (mitt auðvitað!) í nótt svo nú þarf ég að hringja í vinnuna og láta vita að ég komi ekki af því hún sé veik! Þær eiga örugglega eftir að trúa mér :)
Vúhúúú! Það er komið vor, loksins. Sól og blíða og er spáð 20 stiga hita í dag og 17 um helgina! Þetta var nú líka farið að verða fáránlegt.
Við vorum að grínast með það í vinnunni í gær að við myndum allar hringja og segjast vera veikar í dag, út af veðrinu sem var búið að spá. Jæja, Júlía gubbaði í rúmið (mitt auðvitað!) í nótt svo nú þarf ég að hringja í vinnuna og láta vita að ég komi ekki af því hún sé veik! Þær eiga örugglega eftir að trúa mér :)
laugardagur, apríl 24, 2004
Af skipum, Böldrum og ósköpum öllum!
Ásamt fjölskyldu- og vina-hitteríi, páskaeggjaáti og almennu chilli, náði ég að lesa þrjár bækur á meðan á dvölinni á Íslandi stóð. Sú fyrsta var bók Óttars Sveinssonar um Goðafoss og það þegar honum var sökkt af þýskum kafbáti í seinna stríði. Bókin er alveg hreint ótrúlega tilfinningasnauð og þurrkuntuleg, miðað við dramatíkina sem hlýtur að hafa fylgt þessum atburði. Skrifað er útfrá sjónarmiði nokkurra sem á skipinu voru og aðstandendum þeirra, ásamt þeim sem komu að björguninni eftir að skipinu var sökkt. Er fólkinu fylgt frá aðdraganda þess að það steig á fjöl skipsins, í gegnum hörmungarnar sem dundu yfir þegar það var sprengt og allt til eftirmála þeirra sem af lifðu. Allt er þetta skrifað í bók sem er álíka áhrifamikil og símaskrá Og Vodafone. Það eina sem hún skilur eftir er pælingar um það hvernig upplifunin hafi verið í raun og veru fyrir allt þetta fólk.
Næsta bók var verk Sjón um Skugga-Baldur. Þessi bók er bara meistaraverk (vá, ég er farin að hljóma eins og bókaauglýsing á jólavertíð!). Ótrúlega flott lesning, sagan frábær og vel með farið hjá Sjón. Fimm stjörnur!
Þriðja bókin var svo eftir Flosa Ólafsson og nefnist Ósköpin öll. Létt og skemmtileg, svolítið í anda hellisbúans (nema góð) og höfðar til allra þeirra sem eru eða hafa einhvern tímann verið í sambúð (aftur farin að hljóma eins og jólaauglýsing). Nema hvað, mæli meðenni!
Ásamt fjölskyldu- og vina-hitteríi, páskaeggjaáti og almennu chilli, náði ég að lesa þrjár bækur á meðan á dvölinni á Íslandi stóð. Sú fyrsta var bók Óttars Sveinssonar um Goðafoss og það þegar honum var sökkt af þýskum kafbáti í seinna stríði. Bókin er alveg hreint ótrúlega tilfinningasnauð og þurrkuntuleg, miðað við dramatíkina sem hlýtur að hafa fylgt þessum atburði. Skrifað er útfrá sjónarmiði nokkurra sem á skipinu voru og aðstandendum þeirra, ásamt þeim sem komu að björguninni eftir að skipinu var sökkt. Er fólkinu fylgt frá aðdraganda þess að það steig á fjöl skipsins, í gegnum hörmungarnar sem dundu yfir þegar það var sprengt og allt til eftirmála þeirra sem af lifðu. Allt er þetta skrifað í bók sem er álíka áhrifamikil og símaskrá Og Vodafone. Það eina sem hún skilur eftir er pælingar um það hvernig upplifunin hafi verið í raun og veru fyrir allt þetta fólk.
Næsta bók var verk Sjón um Skugga-Baldur. Þessi bók er bara meistaraverk (vá, ég er farin að hljóma eins og bókaauglýsing á jólavertíð!). Ótrúlega flott lesning, sagan frábær og vel með farið hjá Sjón. Fimm stjörnur!
Þriðja bókin var svo eftir Flosa Ólafsson og nefnist Ósköpin öll. Létt og skemmtileg, svolítið í anda hellisbúans (nema góð) og höfðar til allra þeirra sem eru eða hafa einhvern tímann verið í sambúð (aftur farin að hljóma eins og jólaauglýsing). Nema hvað, mæli meðenni!
fimmtudagur, apríl 22, 2004
*geysp*
Þá er maður kominn heim... að heiman. Lentum um miðnætti á mánudag og svo fóru allir í vinnu og skóla á þriðjudagsmorgunn. Maður er búinn að vera dálítið undinn og snúinn en er að skríða saman held ég.
Ferðin gekk bara vel og dvölin á Íslandi var frábær. Ekkert stress, allir nutu þess að hitta vini og familíu og slaka á um páskana. Svo var klykkt út með fermingu og veislu í tilefni þess á sunnudag, og tókst í alla staði vel. Gaman að hitta alla aftur, maturinn sló í gegn og allir sáttir.
Við náðum auðvitað ekki að hitta alla frekar en í fyrri ferðum (sorrý Ásdís!).
Skrifa kannski meira fljótlega, er á leiðinni í vinnuna og frekar andlaus í augnablikinu.
Ciao.
Þá er maður kominn heim... að heiman. Lentum um miðnætti á mánudag og svo fóru allir í vinnu og skóla á þriðjudagsmorgunn. Maður er búinn að vera dálítið undinn og snúinn en er að skríða saman held ég.
Ferðin gekk bara vel og dvölin á Íslandi var frábær. Ekkert stress, allir nutu þess að hitta vini og familíu og slaka á um páskana. Svo var klykkt út með fermingu og veislu í tilefni þess á sunnudag, og tókst í alla staði vel. Gaman að hitta alla aftur, maturinn sló í gegn og allir sáttir.
Við náðum auðvitað ekki að hitta alla frekar en í fyrri ferðum (sorrý Ásdís!).
Skrifa kannski meira fljótlega, er á leiðinni í vinnuna og frekar andlaus í augnablikinu.
Ciao.
mánudagur, apríl 05, 2004
...
Jessss, það er farið að snjóa!! Ég sem var farin að hafa áhyggjur þar sem snjórinn var næstum því farinn. Fjúkkat, hvað mér létti þegar ég leit út núna áðan. Svo er bara að vona að þetta haldi svona áfram í nokkrar vikur í viðbót.
(Kaldhæðni dagsins var í boði John Deere, sem selur snjóblásara af öllum stærðum og gerðum)
Jessss, það er farið að snjóa!! Ég sem var farin að hafa áhyggjur þar sem snjórinn var næstum því farinn. Fjúkkat, hvað mér létti þegar ég leit út núna áðan. Svo er bara að vona að þetta haldi svona áfram í nokkrar vikur í viðbót.
(Kaldhæðni dagsins var í boði John Deere, sem selur snjóblásara af öllum stærðum og gerðum)
sunnudagur, mars 28, 2004
Hvað er þetta hvíta?
57% af þeim heilu sjö sem kosið hafa hér vinstra megin, vilja meina að vorið sé komið. Ég er ekki ein af þessum 57%. Ég er ekki frá því að það hafi eitthvað að gera með allan þennan SNJÓ sem enn liggur hér um allar jarðir. Þið getið ímyndað ykkur hvað hann er orðinn aðlaðandi eftir að hafa legið í tvo mánuði, þiðnað og frosið á víxl og sankað að sér drullu og skít. Lovely.
Að öðru leiti er vorinu ekkert að vanbúnaði, það er farið að hlýna og sólin að skína (voða var þetta ljóðrænt hjá mér) og maður vaknar við fuglasöng á morgnana, sem er kærkomin tilbreyting frá krákugargi.
Annars er kallinn að fara að stinga af til Seattle í fyrramálið. Verður reyndar ekki nema fjóra daga í þetta sinn. Maður lætur sig hafa það, enda styttist nú heldur betur í Íslandsferðina... bara 12 dagar eftir! Vúhú!
Eitt í lokin af litla Kanadíngnum henni Júlíu. Hún á það jú til að blanda aðeins tungumálunum og þýða sjálf á milli. Um daginn var hún að þvo sér um hendurnar inni á baði þegar heyrðist í henni; Oh, meeeen... NEINA handklæði og NEINA sápa!
57% af þeim heilu sjö sem kosið hafa hér vinstra megin, vilja meina að vorið sé komið. Ég er ekki ein af þessum 57%. Ég er ekki frá því að það hafi eitthvað að gera með allan þennan SNJÓ sem enn liggur hér um allar jarðir. Þið getið ímyndað ykkur hvað hann er orðinn aðlaðandi eftir að hafa legið í tvo mánuði, þiðnað og frosið á víxl og sankað að sér drullu og skít. Lovely.
Að öðru leiti er vorinu ekkert að vanbúnaði, það er farið að hlýna og sólin að skína (voða var þetta ljóðrænt hjá mér) og maður vaknar við fuglasöng á morgnana, sem er kærkomin tilbreyting frá krákugargi.
Annars er kallinn að fara að stinga af til Seattle í fyrramálið. Verður reyndar ekki nema fjóra daga í þetta sinn. Maður lætur sig hafa það, enda styttist nú heldur betur í Íslandsferðina... bara 12 dagar eftir! Vúhú!
Eitt í lokin af litla Kanadíngnum henni Júlíu. Hún á það jú til að blanda aðeins tungumálunum og þýða sjálf á milli. Um daginn var hún að þvo sér um hendurnar inni á baði þegar heyrðist í henni; Oh, meeeen... NEINA handklæði og NEINA sápa!
sunnudagur, mars 21, 2004
Stal þessu af síðunni hennar Gurrýar:
The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.
Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
I will find him on the beach. = Ég skal finna hann í fjöru.
Let´s show them were David bought the beer. = Sýnum þeim hvar Davíð keypti ölið.
Svo var það Íslendingurinn sem var staddur í Færeyjum ef ég man rétt, ásamt mönnum af nokkrum þjóðernum. Hann var að segja frá einhverju og klykkti út með; "...I won't sell it more expensive than I bought it...!"
The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.
Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
I will find him on the beach. = Ég skal finna hann í fjöru.
Let´s show them were David bought the beer. = Sýnum þeim hvar Davíð keypti ölið.
Svo var það Íslendingurinn sem var staddur í Færeyjum ef ég man rétt, ásamt mönnum af nokkrum þjóðernum. Hann var að segja frá einhverju og klykkti út með; "...I won't sell it more expensive than I bought it...!"
miðvikudagur, mars 17, 2004
Bara alveg sátt við þetta...
You're a Shot of Whiskey!
What Type of Alcoholic Beverage Are You?
brought to you by Quizilla
You're a Shot of Whiskey!
What Type of Alcoholic Beverage Are You?
brought to you by Quizilla
mánudagur, mars 15, 2004
Páskeggar
Nú eru tæpar fjórar vikur þangað til við leggjum í'ann til Íslands. Lendum daginn fyrir páska og komum beint í sukk-ulaðið. Stelpurnar hlakka auðvitað þvílíkt til (við fullorðningarnir kannski líka smá). Efst á tilhlökkunarlistanum er ýsa með kartöflum, rúgbrauð og skyr (og svo verður ágætt að hitta fjölskylduna líka :)
Svo er auðvitað ferming inni í þessu öllu líka, með fjölskyldumyndatöku og tilheyrandi. Kannski ekki í frásögur færandi nema hvað við höfum aldrei farið í fjölskyldumyndatöku áður, svo kannski er kominn tími til áður en maður verður orðinn allur hrukkóttur og gráhærður.
Nú eru tæpar fjórar vikur þangað til við leggjum í'ann til Íslands. Lendum daginn fyrir páska og komum beint í sukk-ulaðið. Stelpurnar hlakka auðvitað þvílíkt til (við fullorðningarnir kannski líka smá). Efst á tilhlökkunarlistanum er ýsa með kartöflum, rúgbrauð og skyr (og svo verður ágætt að hitta fjölskylduna líka :)
Svo er auðvitað ferming inni í þessu öllu líka, með fjölskyldumyndatöku og tilheyrandi. Kannski ekki í frásögur færandi nema hvað við höfum aldrei farið í fjölskyldumyndatöku áður, svo kannski er kominn tími til áður en maður verður orðinn allur hrukkóttur og gráhærður.
sunnudagur, mars 07, 2004
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Hryllingsmynd schmillingsmynd
Horfðum á fjórar myndir um helgina, enda lítið annað að gera sitjandi inni í snjóskafli. Fyrst varð fyrir valinu Intolerable Cruelty með George Clooney og Catherine Zeta. Ágæt gamanmynd, mátti alveg hlæja að henni. Svo var það Thirteen, drama um vandræðagemlinga (unglinga) fyrir fullorðna. Hún var líka ágæt. Svo horfðum við á Wall Street (þar sem skyndilegur óbilandi áhugi eiginmannsins á hlutabréfamarkaðnum hefur valdið því að hann ræðst á allt sem hann finnur um efnið, fictional eða ekki) með Michael Douglas, Charlie Sheen og Martin Sheen. Var reyndar búin að sjá hana á sínum tíma og hún eltist bara ekkert svo illa. Að lokum var það svo Cabin Fever (supposedly hryllingsmynd). Þvílík bull og vitleysis mynd að það hálfa væri nóg. Fær -4 stjörnur.
Nú er búið að moka okkur út úr skaflinum svo ætli maður neyðist ekki til að fara að vinna eða eitthvað.
Horfðum á fjórar myndir um helgina, enda lítið annað að gera sitjandi inni í snjóskafli. Fyrst varð fyrir valinu Intolerable Cruelty með George Clooney og Catherine Zeta. Ágæt gamanmynd, mátti alveg hlæja að henni. Svo var það Thirteen, drama um vandræðagemlinga (unglinga) fyrir fullorðna. Hún var líka ágæt. Svo horfðum við á Wall Street (þar sem skyndilegur óbilandi áhugi eiginmannsins á hlutabréfamarkaðnum hefur valdið því að hann ræðst á allt sem hann finnur um efnið, fictional eða ekki) með Michael Douglas, Charlie Sheen og Martin Sheen. Var reyndar búin að sjá hana á sínum tíma og hún eltist bara ekkert svo illa. Að lokum var það svo Cabin Fever (supposedly hryllingsmynd). Þvílík bull og vitleysis mynd að það hálfa væri nóg. Fær -4 stjörnur.
Nú er búið að moka okkur út úr skaflinum svo ætli maður neyðist ekki til að fara að vinna eða eitthvað.
föstudagur, febrúar 20, 2004
Daginn eftir...
Veðrið er gengið yfir og við tekin glampandi sól sem glitrar á snjóinn. Glitrar á alla 98 sentímetrana sem við fengum síðasta sólarhringinn! Þá erum við að tala um jafnfallinn snjó, svo þið getið rétt ímyndað ykkur skaflana. Skaflinn í innkeyrslunni náði mér upp að herðum. Ég kleif snjóinn niður að götu til að taka myndir, og þar var hann klofhár svo maður komst varla áfram. Varð hálfpartinn að synda um skaflana.
Geiri og Brian (sem á snjóblásara) byrjuðu á því að hreinsa innkeyrsluna hjá Brian. Það tók 2-3 klukkutíma (einn á blásara og einn á skóflu). Svo var röðin komin að okkar innkeyrslu og þá bilaði blásarinn. Svo báðir byrjuðu að hakka með skóflum og voru búnir með um 1/4 af innkeyrslunni eftir ca. klukkutíma. Þá var kominn tími á kaffi og eftirmiðdagslúr :)
Nú ferðast fólk um á gönguskíðum og snjóþrúgum og svo eru auðvitað jólin hjá þeim sem eiga snjósleða, því ekki er hægt að labba, hvað þá hreyfa bíl.
Nema hvað, þar sem þeir standa félagarnir og hamast við að moka innkeyrsluna, kemur ekki kona skríðandi niður götuna á fjórum fótum með veskið sitt í hendinni. "Ekki hlægja" kallar hún. "Ég bý hérna í næstu götu og hélt að það væri mikill snjór þar, en þetta er fáránlegt!"... og skreið svo áfram í áttina heim til sín.
Veðrið er gengið yfir og við tekin glampandi sól sem glitrar á snjóinn. Glitrar á alla 98 sentímetrana sem við fengum síðasta sólarhringinn! Þá erum við að tala um jafnfallinn snjó, svo þið getið rétt ímyndað ykkur skaflana. Skaflinn í innkeyrslunni náði mér upp að herðum. Ég kleif snjóinn niður að götu til að taka myndir, og þar var hann klofhár svo maður komst varla áfram. Varð hálfpartinn að synda um skaflana.
Geiri og Brian (sem á snjóblásara) byrjuðu á því að hreinsa innkeyrsluna hjá Brian. Það tók 2-3 klukkutíma (einn á blásara og einn á skóflu). Svo var röðin komin að okkar innkeyrslu og þá bilaði blásarinn. Svo báðir byrjuðu að hakka með skóflum og voru búnir með um 1/4 af innkeyrslunni eftir ca. klukkutíma. Þá var kominn tími á kaffi og eftirmiðdagslúr :)
Nú ferðast fólk um á gönguskíðum og snjóþrúgum og svo eru auðvitað jólin hjá þeim sem eiga snjósleða, því ekki er hægt að labba, hvað þá hreyfa bíl.
Nema hvað, þar sem þeir standa félagarnir og hamast við að moka innkeyrsluna, kemur ekki kona skríðandi niður götuna á fjórum fótum með veskið sitt í hendinni. "Ekki hlægja" kallar hún. "Ég bý hérna í næstu götu og hélt að það væri mikill snjór þar, en þetta er fáránlegt!"... og skreið svo áfram í áttina heim til sín.
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Snjór, snjór skín á mig...
Í dag er enginn skóli, enginn leikskóli og engin vinna. Ástæðan; arfavitlaust veður sem skekur nú Nova-Scotia-inga svo um munar. Brjálað rok og allt á kafi í snjó, svo brjálað að tryggingafélögin sendu út tilkynningu um að hver sem hreyfði bíl í dag gerði það á eigin ábyrgð!
Ég þurfti að fara út í morgun og grafa kanínukofann út úr snjóskafli, svo nú sér maður bara skafl með hurð :)
Þetta á víst að vera svona í dag og á morgun líka samkvæmt spánni. Við sjáum til hvernig það fer.
Í dag er enginn skóli, enginn leikskóli og engin vinna. Ástæðan; arfavitlaust veður sem skekur nú Nova-Scotia-inga svo um munar. Brjálað rok og allt á kafi í snjó, svo brjálað að tryggingafélögin sendu út tilkynningu um að hver sem hreyfði bíl í dag gerði það á eigin ábyrgð!
Ég þurfti að fara út í morgun og grafa kanínukofann út úr snjóskafli, svo nú sér maður bara skafl með hurð :)
Þetta á víst að vera svona í dag og á morgun líka samkvæmt spánni. Við sjáum til hvernig það fer.
föstudagur, janúar 30, 2004
Alltaf fjör í White Trash Mall
Klippti þann ljótasta mullet sem ég hef á ævi minni séð í dag. Reyndar í fyrsta skipti sem ég er beðin um að klippa mullet, en það var líka ekkert smá. Þvílíkur hryllingur, og konan sem bar hann á hausnum labbaði út þetta líka ánægð á meðan ég hneig niður í stólinn minn, permanently scarred á sálinni.
Fyrir þá sem ekki vita hvað mullet er, er hérna ágætis safn.
(P.s. ég var að fá ný skæri, ligga ligga lá! Get ekki beðið eftir að mæta í vinnuna á morgun. Það verða sko engir mullettar klipptir með þeim, takk fyrir! ;)
Klippti þann ljótasta mullet sem ég hef á ævi minni séð í dag. Reyndar í fyrsta skipti sem ég er beðin um að klippa mullet, en það var líka ekkert smá. Þvílíkur hryllingur, og konan sem bar hann á hausnum labbaði út þetta líka ánægð á meðan ég hneig niður í stólinn minn, permanently scarred á sálinni.
Fyrir þá sem ekki vita hvað mullet er, er hérna ágætis safn.
(P.s. ég var að fá ný skæri, ligga ligga lá! Get ekki beðið eftir að mæta í vinnuna á morgun. Það verða sko engir mullettar klipptir með þeim, takk fyrir! ;)
laugardagur, janúar 24, 2004
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Mooseheads vs. bláa liðið
Hérna í Kanödu er hokkí mjög vinsæl íþrótt, bæði til að spila, horfa á og tala um. Nema hvað, um daginn ákváðum við að þetta gengi nú ekki lengur, við búin að búa hér í á fimmta ár og aldrei farið á hokkíleik. Svo við ákváðum að bæta úr því og skelltum okkur ásamt einum vinnufélaga Geira og konunni hans, sem bæði eru gangandi alfræðiorðabækur um hokkí.
Ég held að við höfum bara staðið okkur vel sem viðvaningar. Sátum uppi í stúku með öfugar derhúfur, drukkum bjór og smjöttuðum á nachos. Vinnufélaginn og frúin voru með none-stop lýsingu á leiknum fyrir okkur, svo Bjarni Fel hefði dauð skammast sín. Og við reyndum af miklum mætti að vista allar þessar upplýsingar á harða diskinum... nöfn leikmanna, af hverju þessi var rekinn útaf, hvenær maður er rangstæður o.s.frv. Við lærðum nú svosem ekki mikið í þessum eina leik, en vorum orðin nokkuð góð í að fagna þegar rauða liðið skoraði og púa þegar bláa liðið braut á rauða liðinu. Að auki náðum við að leggja á minnið nafnið á rauða liðinu líka. Sko okkur!
Hérna í Kanödu er hokkí mjög vinsæl íþrótt, bæði til að spila, horfa á og tala um. Nema hvað, um daginn ákváðum við að þetta gengi nú ekki lengur, við búin að búa hér í á fimmta ár og aldrei farið á hokkíleik. Svo við ákváðum að bæta úr því og skelltum okkur ásamt einum vinnufélaga Geira og konunni hans, sem bæði eru gangandi alfræðiorðabækur um hokkí.
Ég held að við höfum bara staðið okkur vel sem viðvaningar. Sátum uppi í stúku með öfugar derhúfur, drukkum bjór og smjöttuðum á nachos. Vinnufélaginn og frúin voru með none-stop lýsingu á leiknum fyrir okkur, svo Bjarni Fel hefði dauð skammast sín. Og við reyndum af miklum mætti að vista allar þessar upplýsingar á harða diskinum... nöfn leikmanna, af hverju þessi var rekinn útaf, hvenær maður er rangstæður o.s.frv. Við lærðum nú svosem ekki mikið í þessum eina leik, en vorum orðin nokkuð góð í að fagna þegar rauða liðið skoraði og púa þegar bláa liðið braut á rauða liðinu. Að auki náðum við að leggja á minnið nafnið á rauða liðinu líka. Sko okkur!
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Útlönd smútlönd
Þetta haust er búið að vera með eindæmum gott. Varla sést snjókorn og hitinn hringlað svona sitthvoru megin við núllið, og alveg upp í tíu á góðum dögum. Svona er að búa í útlöndum... eða hvað? Í morgun þegar við vöknuðum var 16 stiga frost, og -30 með vindkælingu! Hvað er verið að pæla? -30 á ekki að finnast annars staðar en þar sem ísbirnirnir búa. Nema hvað, venjulega á ég ekki að mæta fyrr en klukkan eitt á fimmtudögum og get því kúrt aðeins frameftir. En í morgun auðvitað, þurfti ég að taka strætó klukkan átta til að fara á starfsmannafund, aftur heim klukkutíma seinna og svo aftur í vinnuna klukkan eitt. í Þrjátíu stiga frosti!
Ég er alvarlega að íhuga að leggjast í dvala frá áramótum fram í apríl í framtíðinni. Þetta er bara brútal.
Þetta haust er búið að vera með eindæmum gott. Varla sést snjókorn og hitinn hringlað svona sitthvoru megin við núllið, og alveg upp í tíu á góðum dögum. Svona er að búa í útlöndum... eða hvað? Í morgun þegar við vöknuðum var 16 stiga frost, og -30 með vindkælingu! Hvað er verið að pæla? -30 á ekki að finnast annars staðar en þar sem ísbirnirnir búa. Nema hvað, venjulega á ég ekki að mæta fyrr en klukkan eitt á fimmtudögum og get því kúrt aðeins frameftir. En í morgun auðvitað, þurfti ég að taka strætó klukkan átta til að fara á starfsmannafund, aftur heim klukkutíma seinna og svo aftur í vinnuna klukkan eitt. í Þrjátíu stiga frosti!
Ég er alvarlega að íhuga að leggjast í dvala frá áramótum fram í apríl í framtíðinni. Þetta er bara brútal.