sunnudagur, desember 25, 2005



Gleðileg jól

...elskurnar mínar. Ég treysti því að þið séuð öll búin að hafa það rosalega gott, borða yfir ykkur af góðum mat og súkkulaði og umfram allt; vera góð hvert við annað.

Jesú sagði nefnilega að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir... eða þannig :)

*jólaknús*

miðvikudagur, desember 21, 2005



Jæjjjjja...

Búin að kaupa alla pakkana og pakka þeim inn. Búin að kaupa jólamatinn. Gleymdi sýrða rjómanum í salatið. Eftir að kaupa rauðvín með matnum (og í sósuna).

Jólatréð úrskurðað látið, enda hrynur af því ef maður svo mikið sem hugsar um það, hvað þá að maður þori að gjóa augunum til þess. Það var virkilega gaman að fara út í sveit og velja tré sjálfur, saga það niður og fara með heim. Ég vona líka að stelpurnar hafi fengið mikið út úr því... svo mikið að það endist þeim það sem eftir er því þetta verður ekki gert aftur. (Nema boðið verði upp á eitthvað annað en rauðgreni)

Búin að lofa sjálfri mér að fara snemma að sofa alla vikuna, en svikið það jafnharðan. Sofið illa að auki og ekki laust við að þetta sé farið að bitna á heilabúinu (sem mátti nú varla við því).

Spurning um að hætta bara að hugsa um allt ofantalið og kaupa þeim mun meira rauðvín (í sósuna sko) og slaka vel á um jólin! (Er ekki búið að lofa 'rauðum' jólum hvort eð er?)

Nei, ég segi nú bara svona :)

föstudagur, desember 16, 2005


Ég þykist finna fnyk

Það er greinilegt að jólin nálgast hægt en örugglega. Á hverjum degi bætist eitthvað við sætindin og gúmmolaðið í vinnunni. Fleiri smákökur, kökur, og nú síðast í dag; konfektið!

Alveg týpískt reyndar, loksins þegar það kom þá langaði mig ekkert í það. En ég er viss um að súkkulaði-át-genið á eftir að kikka inn í næstu viku.

Samhliða meira áti er svo meiri tíma eytt í ræktinni, svo að allar karólínurnar fari nú ekki að láta fara of vel um sig.

Nú er ég að reyna að peppa mig upp í að smakka skötu á Þorláksmessu. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann borðað skötu, og finnst hún svo sannarlega ekki girnileg! En, hey... verður maður ekki að vera með?

Sjáum til hvernig gengur :)

þriðjudagur, desember 13, 2005

Finndu þinn innri strump!





Find your inner Smurf!

miðvikudagur, desember 07, 2005


Hvar er konfektið?!!

Það er ekki laust við að jólaandinn sé farinn að læðast yfir mann, enda kannski ekki furða. Meira að segja búin að fara upp í sveit og skjóta jólatré handa okkur.

Ég er samt ennþá að bíða eftir öllu konfektinu sem búið var að ljúga að mér að flyti um allar jarðir í vinnunni í desember. Finnst ég illa svikin og eins gott að þeir í efri hæðum fari að hugsa sinn gang og bæta úr þessu hið fyrsta.

Ég vil annars nota tækifærið og minna ykkur á að þenja taugarnar ekki of mikið núna næstu daga. Ef einhver er með áhyggjur og finnst hann vera að falla á tíma, þá getur sá hinn sami huggað sig við þá staðreynd að ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf!

Samt ekkert stressuð... þetta reddast alltaf, erþakki? :)

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Einhvern daginn skrifa ég bók

Sviðið: Hagkaup, Kringlunni.

Fyrir framan okkur stendur innkaupakerra sem tilheyrði konu sem þarna var stödd með barn sitt. Innihald kerrunnar; tveir kassar með íspinnum og risastór kassi sem innihélt eitthvað prinsessu-barbie-dót.

Júlía: (Full lotningar) "Mamma, vaaaaaaá! Sjáðu hvað þessi á góða mömmu!"

sunnudagur, nóvember 20, 2005


Bú!

Það var fyrir 13 árum síðan, uppá dag, að lítill laumufarþegi sem kúrt hafði á haus í maganum á mér í um átta og hálfan mánuð, ákvað að nóg væri komið af dvölinni í vömbinni og tími kominn til að kíkja á 'hinn heiminn'. Þetta hefði nú verið allt gott og blessað ef anginn hefði ekki flýtt sér svo mikið, að mamman vissi hreinlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Útþráin var svo sterk hjá þessu litla kríli að það leit heiminn augum á stofusófanum í lítilli kjallaraíbúð, og varð mamman að gjöra svo vel og taka sjálf á móti þar sem enginn annar var á svæðinu.

Nú er þessi litla vera orðin 13 ára og alveg hætt að bregða mömmu sinni svona. (Held hún hafi fattað að þetta var kannski ekkert rosalega fyndinn hrekkur, þó allt hafi gengið vel). Hún er þó sjálfri sér lík og tekur ennþá mjög sjálfstæðar ákvarðanir þessi elska.

Til hamingju með afmælið Selma mín :)

þriðjudagur, nóvember 15, 2005


Rock on!

Við stelpurnar erum búnar að fá fyrstu jólagjöfina. Gamla settið gaf okkur hvorki meira né minna en útvarp, og það sem meira er, geislaspilara í bílinn!

Nú er eina vandamálið það að allir (nema sumir) geisladiskarnir okkar eru lokaðir ofaní pappakassa. Það væri nú kannski ekki svo erfitt mál að eiga við ef pappakassinn væri ekki staddur í annarri heimsálfu.

Að auki er þessi spilari auðvitað splunkunýr svo nú er spurning hvort maður þurfi ekki að fá sér flottari bíl í stíl. Og ef maður fer að skipta um bíl, þá nottla fær maður sér jeppa fyrst maður er að þessu á annað borð, erþakki? (Hann færi örugglega vel við þennan hérna fyrir ofan?)

Burtséð frá því þá á þetta allavega eftir að stytta leiðina í Kjósina til muna, þar sem útvarpið dettur vanalega út í Hvalfirðinum. Nú verður sko rokkað alla leiðina upp í bústað! Yeyeeah!!

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Iss piss

Prófaði að slá inn fleiri afmælisdaga og það kemur sama klausan fyrir 11. janúar, febrúar, mars... o.s.frv. Errðanú!

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Jahá

Your Birthdate: July 11

Spiritual and thoughtful, you tend to take a step back from the world.
You're very sensitive to what's going on around you, yet you remain calm.
Although you are brilliant, it may take you a while to find your niche.
Your creativity is supreme, but it sometimes makes it hard for you to get things done.

Your strength: Your inner peace

Your weakness: You get stuck in the clouds

Your power color: Emerald

Your power symbol: Leaf

Your power month: November

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Fleiri gullkorn

Júlía: "Mamma, borða sumir kettir mýs?"
Mamma: "Já, ef þeir ná í þær".
Júlía: "Oooojjjj! Þá þurfa þeir að tyggja augun í þeim!!"

Maður veltir fyrir sér hvenær er orðið tímabært að leita sálfræðings...

föstudagur, nóvember 04, 2005


Auglýsingar virka

Júlía: "Mamma sérðu þessa peysu! Hún er ekkert smá skítug. Þú þarft að fara að kaupa Ariel!"

sunnudagur, október 30, 2005


Hmmmm...

Jæja, ég fékk aldeilis á baukinn eftir að vera búin að úthúða snjónum hérna fyrir neðan. Ágætis skammtur sem beið fyrir utan þarna um morguninn.

Ég hélt að ég yrði þvílíkt svekkt á þessu, að þurfa að skafa bílinn og keyra í þessu drasli... en svo finnst mér þetta eiginlega bara dálítið skemmtilegt!

Það er bara eitthvað svo mikil stemmning við myrkrið og snjóinn. Við Júlía drifum okkur niður á tjörn í gær að fóðra fiðurféð og veðrið var frábært. Svo erum við stelpurnar búnar að sitja á kvöldin með kertaljós, voða næs.

Ég þarf allavega eitthvað að endurskoða þessa 'snjófyrirlitningu'. Hún er bara held ég ekki alveg að virka fyrir mig ennþá.

föstudagur, október 28, 2005

25 % ykkar eru klikk!

Forvitnispúkinn spurði um daginn hvort þið vilduð snjó. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Já sögðu 5%
Nei, ojjjjj! sögðu 5%
Bara í fjöllin sögðu 5%
Bara rétt yfir jólin sögðu 60%
Já, því meira því betra sögðu 25%

Ég þoli ekki snjó!! -Nema á jólunum. -Og þegar ég fer á skíði (að meðaltali 1 sinni á 5 ára fresti).

So there!

fimmtudagur, október 20, 2005



Dagur fjögur

Jæja, strákarnir í vinnunni eru farnir að prumpa og ropa og gott ef einn dónabrandari fékk ekki að fjúka í gær. Semsagt búnir að venjast stelpunni og orðnir eðlilegir aftur.

Ég held við hljótum að vera frjósamasta deildin þarna uppfrá. Við komumst að því að við sex sem eigum börn eigum samtals 21 stykki! Tveir strákarnir eiga 5 krakka hvor, einn á fjóra (hann er jafngamall mér) og svo eiga tveir sitthvor tvö. Svo það ætti að verða fjör á jólaballinu!

Vinnan venst vel og ég er búin að læra fáránlega mikið á þessum fjórum dögum. Þetta er eiginlega eins og að vera í tæknilego allan daginn... ekki leiðinlegt það :)

mánudagur, október 17, 2005

Dagur eitt; kæri Jóli...

Jæja, þá er fyrsti dagurinn í nýju vinnunni búinn og gekk bara vel. Strákarnir voru voða mikið að vanda sig en ég sannfærði þá um að ég ætlaði ekkert að vera að reyna að siða þá til.

Þeir voru voða fegnir held ég, enda var víst dónabrandara-þema hjá þeim í síðustu viku af því að von var á mér í dag. Greyin hafa örugglega haldið að hér eftir yrðu þeir að haga sér eins og séntilmenn, hætta að ropa og prumpa og tala um stelpur og fótbolta.

Þetta lítur semsagt allt vel út. Eftir að hafa séð mötuneytið er ég samt hrædd um að maður verði að bæta við degi í ræktinni inn í vikuplanið.

'Till next time...adios

laugardagur, október 15, 2005

Bra Bra

Síðasti vinnudagurinn minn hjá Atson var í gær. Vantaði tvær vikur uppá að ná ári. Annars var þetta ósköp venjulegur föstudagur, nema hvað hann fór að miklu leiti í vínarbrauða- og snúðaát. Bossinn sagðist ætla að gera mig 'feita og ljóta' svo strákarnir hjá Össuri myndu skila mér...! (Alltaf gott að vita að maður er vel liðinn)

Í dag; kolbrjálað rok úti! Búið að vera arfavitlaust í alla nótt (við Júlía elskum reyndar að sofa í vondu veðri... sérstaklega þegar við þurfum ekki að fara á fætur eldsnemma). Planið í dag er að þrífa, fara í ræktina og borða nammi (nammidagur sko).

Hafði hugsað mér að fara í Kjósina í kvöld en ég legg nú varla í Kjalarnesið í þessu roki. Sjáum til hvernig verður seinnipartinn.

Á morgun er svo Valkyrju-hittingur á Kaffi París. Það verður örugglega fjör, enda í fyrsta skipti sem við plönum svona hitting, en það eru fimm ár síðan ég stofnaði grúppuna. (Valkyrjur eru, fyrir ykkur sem ekki vita, netgrúppa íslenskra mæðra sem búa/hafa búið í útlöndum). Þær sem eru staddar á landinu ætla semsagt að hittast á morgun.

Well, þetta var nú frekar boring bloggfærsla... en maður getur ekki alltaf verið fyndinn og skemmtilegur!

Ha det bra.

mánudagur, október 10, 2005

Merkilega nálægt sannleikanum...

How You Life Your Life

You have a good sense of self control and hate to show weakness.
You tend to avoid confrontation and stay away from sticky situations.
You prefer a variety of friends and tend to change friends quickly.
You tend to dream big, but you worry that your dreams aren't attainable.

sunnudagur, október 09, 2005

Metnaður

þriðjudagur, október 04, 2005


365 dagar

Í dag er ár síðan ég flutti heim frá Kanada. Heilt ár. Mér finnst vera eitthvað svo stutt síðan, en samt finnst mér líka svo ótrúlega margt hafa gerst á þessu ári. Kannski þessvegna sem tíminn hefur verið svona fljótur að líða.

Þegar ég bjó úti sagði ég alltaf að ef ég flytti heim yrði örugglega erfiðast að venjast veðrinu og verðinu. Það var líka alveg rétt, ég er ekkert að fíla þetta skítaveður sem er búið að vera hérna undanfarnar vikur og finnst sumarið hafa verið ósköp stutt og ómerkilegt. Og það er víst óþarfi að fjölyrða hér um verðlagið... ekki víst að ég gæti stoppað ef ég hætti mér inn á þá braut. En auðvitað hafa báðir staðir sína kosti og galla á ólíkum sviðum. Það er margt sem maður saknar og oft vildi ég helst geta búið á báðum stöðum.

Þetta er nú samt búið að ganga ótrúlega vel miðað við allt og maður getur ekki kvartað. Stelpurnar búnar að standa sig eins og hetjur og hingað til hefur allt gengið upp varðandi vinnu, húsnæði o.þ.h. (7,9,13)

Maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér hvar maður verður staddur í lífinu eftir ár í viðbót. Ég vona allavega að árið framundan fari um mig heldur mýkri höndum en það síðasta. Alveg kominn tími til að geta farið að slaka aðeins á og njóta þess að vera til.

Jæja, þetta var nú bara svona smá alvarleiki í tilefni dagsins. Lofa að vera skemmtilegri næst!

laugardagur, október 01, 2005


Rúsína

Eftirfarandi samræður áttu sér stað á heimili mínu í gærmorgun:

Selma: "Erna, hentir þú rúsínunni minni?"
Erna: "Ég veit það ekki, hvernig leit hún út?"

Þetta er aðeins sýnishorn af þeim samskiptum sem eiga sér stað innan þessara veggja.

Er svo eitthvað skrýtið að maður sé eins og maður er!

þriðjudagur, september 27, 2005

!

Jæja, ég get ekki þagað lengur... ég er búin að fá nýja vinnu! Byrja 17. október hjá Össuri og felst starfið í því að setja saman eitthvað voða techno gervihné með tölvukubb (gervigreind) og segulmögnuðu glussakerfi (!), auk þess að gera við og yfirfara þessi sömu hné.

Þetta er lítil deild innan fyrirtækisins og þar vinna fyrir 6 karlmenn. Það verður líklega dálítið skrýtið eftir að hafa unnið á kvennavinnustöðum í mörg ár.

föstudagur, september 23, 2005

ZzzzzZzzzzZzzzz...

Í síðustu könnun spurði Forvitnispúkinn "Í hverju sefurðu venjulega?"

Niðurstöðurnar voru svona:

44% sofa í náttfötum
31% sofa nakin
13% sofa í nærbuxum eingöngu
6% sofa í nærfötum

og einn sefur í öllum fötunum.

Nú mega allir þeir sálfræðingar (eða áhugafólk um slíkt hið sama) tjá sig um hvað þetta segir um þá sem lesa þetta blogg!

þriðjudagur, september 20, 2005

He he

sunnudagur, september 18, 2005

18. september

Fyrir nákvæmlega sex árum síðan var ég stödd á IWK barnaspítalanum í Halifax. Þangað hafði ég komið fyrr um nóttina eftir að vatnið fór, en síðan gerðist bara ósköp lítið. Ég var samt harðákveðin í því að láta ekki senda mig heim aftur, og flengdist upp og niður hæðir spítalans til að reyna að reka á eftir þrjóskupúkanum sem sat sem fastast í bumbunni.

Á endanum var ég sett af stað, rétt upp úr hádegi og þá hófst sko gamanið fyrir alvöru! Hefði ég vitað hvað beið mín þá hefði ég líklega bara látið svæfa mig sko... en ég þrjóskaðist við og fékk ekkert nema glaðloft til að kæta mig.

Í miðjum klíðum var svo bankað uppá og ég spurð hvort nokkrir læknanemar mættu vera viðstaddir. Jú, ég hélt það nú... svo þegar Júlía kom í heiminn tók á móti henni áhorfendaskari og klapplið!

Nú er þessi litli ormur orðin sex ára! Ótrúlegt alveg :)

þriðjudagur, september 13, 2005

Ég er'ann!

Ég hef verið klukkuð af henni Söndruðu og skulda víst fimm random staðhæfingar um sjálfa mig:

1. Ég nota skó nr. 39, á örugglega 20 pör... en finnst samt best að vera berfætt.

2. Uppáhalds rauðvínið mitt í heiminum heitir Lindemans Cawarra... mmmmmmm! -Veit samt ekki til þess að það fáist á íslandi.

3. Ég drekk tvo lítra af vatni á hverjum degi, en drekk aldrei vatn með mat.

4. Fyrstu skíðin mín voru fullorðinsskíði sem pabbi sagaði aftanaf. Þau voru úr tré og með leðurbindingum og pabbi nuddaði kertavaxi undir þau til að þau rynnu betur! Fyrstu skautarnir mínir voru líka með tvöföldum járnum.

5. Mig dreymir um að eignast Dodge Durango... en ég myndi aldrei tíma að kaupa bensín á hann.

Ég ætla að klukka Rósu, Ásdísi, Gurrý, Jóhönnu og Kollý. Þið eruð'ann!


föstudagur, september 09, 2005

Moðða fogga

Fékk bréf frá Lögregluskólanum í dag, svohljóðandi:

"Blablabla, blablabla, blablablabla, allar einkunnir, utan sundeinkunarinnar, eru mjög góðar... blablabla, hvetjum þig til að sækja aftur um að ári".

Að ári. Maður fær einn séns og þarf svo að bíða í ÁR.

Bjóst svosem alveg við þessu, en ég er samt ÓGIZZLEGA svekkt.

ÓGGIZZLEGA!

BLEH!

fimmtudagur, september 08, 2005

Brandari

Í Þykkvabænum
Gamall maður bjó einn í Þykkvabænum. Hann langaði til þess
að stinga upp kartöflugarðinn en það var of mikil
erfiðisvinna fyrir hann. Sonur hans, Bubbi, var sá sem
hjálpaði honum venjulega en Bubbi sat á Hrauninu. Gamli
skrifaði honum bréf og sagði honum frá vandræðum sínum:

"Elsku Bubbi minn. Mér líður hálf-illa því það lítur út
fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn
þetta árið. Ég er að verða of gamall til þess að stinga upp
beðin. Ef þú værir hérna ætti ég ekki í neinum vandræðum
því ég veit að þú mundir stinga upp beðin fyrir mig. Áttu
von á helgarleyfi bráðlega?
Kær kveðja elsku sonur, pabbi."

Eftir örfáa daga, fékk hann bréf frá syni sínum:
"Elsku Pabbi Í GUÐANNA BÆNUM EKKI STINGA UPP GARÐINN!
Ég gróf dópið og byssurnar þar!
Þinn Bubbi. "

Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá
embætti Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og
umbyltu öllum beðunum, en fundu hvorki dóp né byssur. Þeir
báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut.

Sama daginn fékk hann annað bréf frá syninum:
Elsku pabbi. Við núverandi aðstæður gat ég ekki gert betur.

Þinn elskandi sonur Bubbi.

sunnudagur, september 04, 2005

Sjálfsþurftarbúskapur

Fór í sveitina með stelpurnar um helgina. Fengum yndislegt veður og fórum út á vatn að veiða. Fékk fallegan sjóbirting, fór með hann heim og borðaði hráan á hrísgrjónum með engifer og soja.

Svona á að gera þetta!

(p.s. veit einhver hvar maður fær wasabi og sjávarþang?)

föstudagur, september 02, 2005

Það er þetta með perurnar

Samkvæmt síðustu könnun forvitnispúkans borðar aðeins helmingur bla-lesara hýðið af peruávöxtum. Það þýðir (samkvæmt mínum stærðfræðiútreikningum, sem eiga það þó oftar en ekki til að vera rangir) að helmingurinn borðar ekki peruhýði.

Nú hlýt ég að spyrja (og pardon my french); "What's up with that??" Hvað er það við peruhýði sem er svona óaðlaðandi? Ég meina... ég skil vel fólk sem borðar ekki hýðið af kíwí, enda geri ég það ekki sjálf. En ég þekki samt fólk sem borðar hýðið af kíwí, eins loðið og það nú er.

En perur??

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Frétt vikunnar

Tóti Trúður hefur tilkynnt að hann hafi hug á að gerast borgarstjóri í henni Reykjavík. Ku hann hafa fengið 47% fylgi í skoðanakönnun, sem verður nú bara að teljast nokkuð gott!

Aðaláherslur Tóta í borgarmálum munu meðal annarra verða þær að allir skulu á laugardögum skarta rauðu nefi og enginn megi nota skó undir stærð 46.

Blaðrarinn óskar Tóta hérmeð velfarnaðar í starfi, enda efast ég ekki um að hann nái stólnum. Það væri svo innilega í stíl við annað í þessu blessaða stjórnkerfi okkar.

mánudagur, ágúst 29, 2005

:)

Til hamingju, Bobby og Jóhanna með litluna ykkar! Krílið fæddist í gær, eftir ansi langa bið og mikið púl. Myndarstelpa, 15 og hálf mörk og 53cm.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

...

When you try your best but you don't succeed
When you get what you want but not what you need
When you feel so tired but you can't sleep
Stuck in reverse

And the tears come streaming down your face
When you lose something you can't replace
When you love someone but it goes to waste
Could it be worse?

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

And high up above or down below
When you're too in love to let it go
But if you never try you'll never know
Just what you're worth

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Verðlaunin ekki af verri endanum!

Af visir.is:

"Björn bestur í hrútaþukli"

"Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun."

"Björn heldur nokkrar kindur en vill ekki láta uppi um fjölda þeirra. "Þetta er innan skynsemismarka," segir hann og viðurkennir um leið að aðalverðlaunin, 15 skammtar af hrútasæði frá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands, komi að góðum notum."

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

I need a hug...

Var að klára prófið. Gekk vel í bóklega fyrir hádegi (íslenska, enska, danska og almennar þekkingaspurningar) og eins framanaf í púlinu eftir hádegi (meira að segja þó þeir þyngdu bekkpressuna!). Endaði svo á því að falla á sundprófinu, fór 17 sek. yfir tímann.

Ætla samt ekki að leggjast í þunglyndi strax, á von á bréfi með niðurstöðunum á næstu dögum og fæ þá að vita meira um framhaldið ef eitthvað verður.

Adios.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Time for the rest of the world to know...

Jæja, þá er fjögurra mánaða bið á enda... á morgun mun ég þreyta þetta próf.

Nú eiga allir að krossleggja fingurna fyrir mig og senda mér fullt af góðum 'vibes'. (Gáfustrauma fyrir hádegi og kraftastrauma eftir hádegi, takk!)

Ekki veitir af, því af 115 umsækjendum stendur til að taka inn 32! -Þá kemur í ljós hvort allt spriklið í ræktinni hefur skilað sér.

Læt ykkur vita hvernig gengur :)

(Ég vona samt að það verði ekki prófað í kleinuhringjaáti, er ekkert sérstaklega hrifin að þessháttar fóðri)


laugardagur, ágúst 20, 2005

Viljiði ekki höggva af mér handlegginn líka?

Hvernig má það vera að í landi þar sem er almenn skólaskylda, sé ekkert þak á álangningu á skólavörur? Ritfangaverslanir og aðrar búðir sem selja skóladót, okra á því eins mikið og þeim þóknast og mokgræða fyrir vikið. Ég man að í fyrra eyddi ég 15000 kalli í ritföng fyrir Ernu og Selmu, og það voru bara blöð, stílabækur og skriffæri sem þær vantaði uppá, af því þær voru að koma inn í skólann á miðjum vetri. Ég meina kommon, hvað haldið þið að blýantur kosti í framleiðslu? Eða nokkur lausblöð eða plastmappa? Skít og kanil, that's how much!

Nú er Júlía að byrja í skólanum og þurfti auðvitað að fá sína skólatösku og tilheyrandi. Bara taskan kostaði yfir 8000. Af því að ég vildi almennilega tösku með góðu baki og axlarólum, en allt undir þessu verði voru bara einhverjar pokatuðrur. Bara pennaveskið (sem reyndar innihélt liti, blýanta o.s.frv.) kostaði 2000 kall! Og það var sko ekki það dýrasta. Svo er blaða- og stílabókadótið eftir.

Þetta stefnir þessvegna hátt í 20. þúsundið fyrir eina sex ára skottu sem er að byrja í skóla. Og þá er ekki talin ný úlpa, skór, húfur, vettlingar o.s.frv. (Eins gott að fara að taka fram prjónana)

Mér finnst þetta algjörlega út í hött (voruð þið kannski búin að fatta það). Mér finnst að það eigi klárlega að setja þak á álagningu á þessar vörur sem við komumst ekki hjá að kaupa á hverjum vetri. Og hananú!


föstudagur, ágúst 12, 2005

Huh?

Í útvarpinu hljómar þessa dagana auglýsing, einhvern vegin svona:

"Vissir þú að lambalærissneiðarnar frá okkur eru eingöngu úr miðlærinu?"

Nú lýg ég engu þegar ég segi að ég fylgdist mjög vel með í náttúrufræðitímum á sínum tíma, enda flestar greinar hennar í uppáhaldi. Ég get samt svarið að aldrei hef ég heyrt um lömb með þrjú læri.

Þarf að skoða þetta eitthvað betur við tækifæri.



sunnudagur, ágúst 07, 2005

Smælað framaní heiminn

Hvað er með þetta kolbrjálaða veður?! Arfavitlaust rok og rigning búið að skekja allt hérna síðan í gærkvöldi. Rimlagardínan í svefnherberginu hjá mér stóð lárétt út í loftið og ég beið eftir að fá húsgögnin af svölunum í gegnum gluggann. Ég var reyndar voða fegin að þurfa ekki að mæta í vinnuna í morgun, fátt eins gott og að kúra undir sæng og hlusta á lætin úti.

Maður fer víst ekki í berjamó í dag... en þau verða þá bara orðin stærri og feitari um næstu helgi.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Varúð! Ljótt!

Hössi bróðir var að verða 'afi'!! :D


þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Kúlasti markvörðurinn!!

sunnudagur, júlí 31, 2005

Here fishy, fishy...

Komin heim, dauðþreytt og veðurbarin. Búin að skola sandinn úr eyrunum og skafa hreystrið undan nöglunum. 5 urriðar og 1 bleikja í valnum. Einn slapp, svona til að hafa þetta aðeins sanngjarnara (fór reyndar með öngulinn með sér, svo greyið á víst ekki miklar lífslíkur).

E-mobile stóð sig ótrúlega vel á hálendinu. Hver sagði svo að maður þyrfti að eiga jeppa? -Og eyddi ekki nema 30 l í öllum túrnum :)

Þurfti að stinga hina af til að ná í stelpurnar á flugvöllinn í fyrramálið. Svo verður grillveisla þegar restin af liðinu kemur heim með aflann!

Ég þurfti reyndar að sitja á mér með að bíta í spriklandi silunginn. Það voru meira að segja til bæði hrísgrjón og soja, en ekkert þang... bara ferskvatnsslý! (bleeeh) Kannski maður taki þang með næst og smá wasabi. Svo má nota njóla fyrir prjóna ;)


miðvikudagur, júlí 27, 2005

Kusuluk

Ég verð víst að éta þetta ofaní mig með heppnina. Heimferðin gekk ekki síður vel en ferðin út. Málmleitarhliðin steinþögðu og enginn virtist hafa neinn áhuga á innihaldinu í töskunum mínum. Fór meira að segja með tjald í gegn án athugasemda, en það er auðvitað bannað að koma með notuð tjöld til landsins. Flaug aftur með nýju breiðþotunni, þvílíkt skrímsli sem hún er. Fylgdist með á tölvuskjá þar sem vélin sneiddi framhjá suðurodda Grænlands og Kulusuk hét Kusuluk og svo suðurmeð Faxaflói Bay!

Á móti mér tók bíllinn nýsmurður, upphækkaður og búinn að fara í alsherjar læknisskoðun. Heima beið svo blokkin nýmáluð og fín. Maður verður greinilega að fara oftar í frí.

Framundan, Veiðivötn með tilheyrandi rigningarspá. Vonandi að nýja tjaldið standist íslenska veðráttu. Aflatölur birtar seinna... eða ekki.

laugardagur, júlí 23, 2005

Önnur smá melding

Steikingin heldur áfram. Komst að því að þegar maður eyðir þremur klukkutímum á ströndinni (og þar af einum í sjónum) þá gerir sólarvörn lítið gagn. Júlía brann sem betur fer lítið en lítur núna út eins og svertingi í hvítum sundfötum.

Hitinn fór upp í 32 gráður í gær, en var þolanlegur því rakinn var ekki svo mikill. Búin að ná mér í nokkur moskítóbit líka, svona til upprifjunar.

Fór og hitti Concepts stelpurnar (hárgreiðsluskólinn) á pöbb í gærkvöldi sem var mjög gaman. Allar orðnar harðtrúlofaðar og tvær á leiðinni upp að altarinu.

Afrekaði að fljúga á hausinn á hlaupabrettinu í ræktinni í fyrradag. Alveg ótrúlega flott og lá við að það væri klappað fyrir mér.

Búin að flýta heimförinni og kem á miðvikudag, en stelpurnar verða áfram til mánaðamóta. Ætla að reyna að finna mér tjald hérna svo maður geti kannski farið í útilegu.

Adios elskurnar, hlakka til að sjá ykkur.

föstudagur, júlí 15, 2005

Smá melding

Komumst hingað heilu og höldnu á þriðjudagskvöld. Vorum klukkutíma styttra í loftinu en áætlað var. Sluppum alveg við að strippa fyrir eftirlitsmenn þetta skiptið og tollararnir rótuðu bara ekkert í töskunum okkar, ótrúlegt en satt. Brjóstahaldarinn minn pípti ekki einu sinni í málmleitarhliðinu. Ætli við fáum þetta svo ekki allt saman tvöfalt í hausinn á heimleiðinni, maður er bara svona heppinn einu sinni held ég.

Vaknaði með andfælum klukkan sex á miðvikudagsmorgun við rosa sprengingu og blossa sem lýsti upp allt herbergið. Fyrir utan er rafmagnsstaur með tilheyrandi köplum sem liggja þvers og kruss um bæinn. Þar hópast saman krákur eldsnemma á morgnana og keppast við að garga hver í kapp við aðra. Ein þeirra hafði semsagt þennan morgun gerst heldur nærgöngul við einn rafmagnskapalinn, með tilheyrandi skammhlaupi... og steiktri kráku.

Veðrið er búið að vera svona 25+, léttskýjað og smá gjóla. Fór á ströndina í morgun og svo út að hlaupa og lít núna út eins og crossbreed af karfa og humri... kannski heldur rauðari.

Líka búin að sjoppa smá. Það er yndislegt (og stórhættulegt) að versla föt og þurfa ekki að láta veðsetja eigin sál fyrir upphæðinni.

Vonandi eruð þið öll stillt og góð þó ég hafi brugðið mér aðeins í burtu.

Pikka meira fljótlega.

sunnudagur, júlí 10, 2005

Síðustu dagar...

Óþolið: Bush (já, ég kenni honum um þetta allt)
Ljóskan: Gamli maðurinn á Sirkus sem hjálpaði þeim blinda að finna bílinn sinn
Gubbið: Innreið slúðurblaða (og fólkið sem les þau)
Vitleysan: Að Hlölli veiddi 50 fiska í gær (Þeir voru bæði litlir og ljótir!)
Vonbrigðin: Dýragarðurinn í Slakka
Böggið: Að keyra á fugl :(
Lærdómurinn: Fuglar eru vitlausir
Uppgötvunin: Átti að smyrja bílinn fyrir 6000km
Kúlið: Einn dagur í sumarfrí
And-til-hlakkið: Logan Airport
Til-hlakkið: 25+ celsius



It's all your fault! Posted by Picasa

laugardagur, júlí 02, 2005

Sjálfboðaliði óskast...

til að vökva fiskana og fóðra blómin, ca. þriðja hvern dag á tímabilinu 15. júlí til mánaðamóta. Og kannski tæma póstkassann í leiðinni... ég skal kaupa eitthvað krúttlegt í útlandinu handa viðkomandi í staðinn :)

Anyone?



Hver vill passa okkur? Posted by Picasa

mánudagur, júní 27, 2005

Scumbag

Ég afrekaði að stífla eldhúsvaskinn í gær. Förum ekkert nánar út í hvernig ég fór að því nema hvað grjónagrautur spilaði þar eitt af aðalhlutverkunum (með rúsínum). Það er svona að vera vanur að búa í útlöndum og vera með ruslakvörn (ég ætla allavega að nota það sem afsökun, frekar en eigin dómgreindarleysi). En... þar sem ég er útskrifuð með meirapróf á drullusokk (líka eftir að hafa búið í útlöndum, þar sem allar pípur, klósett og niðurföll virðast vera þrengri og þar af leiðandi stíflugjarnari en við eigum að venjast) þá dreif ég mig í dag eftir vinnu og fjárfesti í einum slíkum.

Drullusokkur er eitt af mínum uppáhalds verkfærum. Svona einfaldur og náttúruvænn en svínvirkar, og heitir svo svona skemmtilegu nafni. Allavega... ég kem heim með gripinn, bretti upp ermarnar (var reyndar í stuttermabol en hitt hljómar betur) og byrja að hamast á vaskinum með tilheyrandi sulli, soghljóðum og góðri lykt. Og eftir langa og stranga viðureign með sokkinn að vopni tókst mér loksins að losa stífluna (ég held mig muni ekki langa í grjónagraut á næstunni).

Jæja, í sigurvímunni ákvað ég að láta ekki staðar numið þar heldur athuga hvort mér tækist ekki að fá betra rennsli niður úr baðherbergis vaskinum líka, sem hefur verið eitthvað tregur alveg síðan við fluttum inn. Ég storma inn á bað með drullusokkinn á lofti, nú skyldi aldeilis tekið til hendinni. Eftir mikið og kröftugt hjakk, sull og svínarí var þó enginn munur á niðurrennslinu.

Og núna þegar ég skrúfa frá vaskinum, kemur vatnið beint upp um niðurfallið á gólfinu.


sunnudagur, júní 26, 2005

Letihelgi dauðans

Sváfum allar út bæði í gær og í morgun. Ég var reyndar búin að gefa sjálfri mér leyfi fyrirfram að vera löt þessa helgi, en það hefur nú samt ekki tekist alveg án samviskubits.

Skrapp í gær á Rauðalækinn að klippa litla frænda, sem er að fara á Hróarskeldu í dag. Tveir af vinunum ætluðu að raka sig sköllótta með því skilyrði að frændi fengi sér hanakamb (mohawk). Ég fékk sumsé þann heiður að fá að klippa kambinn og skemmti mér konunglega. Systa var sem betur fer ekki heima, enda líklega betra fyrir mig að vera fjarri góðu gamni þegar hún sér soninn svona útleikinn.

Hann er núna í stíl við persalæðuna á heimilinu sem einnig var nýklippt. Alla jafna er hún ekkert nema hárið. Nú var búið að raka allan líkamann og lappirnar, fyrir utan loppurnar, hausinn og skottið! Ég held ég verði að reyna að ná í mynd af henni til að setja hingað inn (Sandra?).

Tvær vikur í Kanödu. Það verður skrýtið að koma heim eftir níu mánaða fjarveru. Mjög skrýtið.

Jæja. Nú er það Bónus. Ræktin. Júlla í afmæli. No more lazybum-ing.



... Posted by Hello

föstudagur, júní 24, 2005

Hlaupi-hlaup

Tók í fyrsta skipti í gær þátt í hlaupi. Hef reyndar farið í svona 'skemmtiskokk' áður með skjólstæðinga af Kópavogshæli, en þetta var svona alvöru. Þetta var semsagt Miðnætur-Jónsmessuhlaup sem ég frétti af í gær og eins og flestar mínar ákvarðanir, varð þessi til í skyndi (á um það bil .4 sekúntum)... og ég skráði mig í 10km hlaup. Eftir skráninguna byrjaði nagið; hvað er ég nú búin að koma mér í? Hef ekki hlaupið þessa vegalengd í næstum því ár, þó ég hafi auðvitað verið að hlaupa styttri vegalengdir síðan. En þetta gekk bara vel og markinu var náð á 53 mínútum.

Powerade var styrktaraðili hlaupsins og voru drykkjarstöðvar í hringnum þar sem fólk útdeildi glösum til hlauparanna. Þá greip maður glasið á hlaupunum, sötraði innihaldið í sig án þess að stoppa og hélt svo áfram. Nema hvað. Ég var auðvitað í mínum hvíta galla í hlaupinu. Powerade drykkurinn var himinblár. Hafið þið einhvern tímann reynt að drekka úr fullu pappaglasi á hlaupum? Need I say more?

Nú á ég medalíu og bládoppóttan hlaupagalla.

mánudagur, júní 20, 2005

Whip cashbook?

Þegar maður hefur akkúrat ekkert að gera getur verið gaman að leika sér í svona translation vélum á netinu. Það er samt gott að sú sem ég fann í dag er ókeypis. Ég prófaði að slá inn þetta:

Gamli Nói, gamli Nói
keyrir kassabíl
hann kann ekki að stýra
brýtur alla gíra
Gamli Nói, gamli Nói
keyrir kassabíl

...og svona snaraði vélin þessu yfir á ensku:

Gamli Nói gamli Nói
whip cashbook
he jug not snuggle up to steer
brýtur allir giraffe
Gamli Nói gamli Nói
whip cashbook

Athyglisvert.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Jæja...

Af beygla.is:

"Fatahönnuðir í Japan og Austurríki vinna nú saman að því að gera fatalínu fyrir hænur.

Austurríkismaðurinn Edgar Honetschlaeger sagði að hann hefði ákveðið að fara í samstarf með Japönunum til þess að gera fötin glæsilegri.

Núna er hænu-tískusýningar um allan heim þar sem Edgar og félagar kynna nýja klæðnaðinn.

Nú þegar hefur þónokkur fjöldi keypt föt fyrir hænurnar sínar."



Fashion Chick! Posted by Hello

miðvikudagur, júní 01, 2005

Til hamingju

Sögulegur viðburður átti sér stað nú í morgun þegar dýr af annari tegund en Homo Sapiens var ráðið til starfa bæjarstjóra í bæjarfélagi hér á landi. Um er að ræða stóran og stæðilegan blöðrusel; Cystophora cristata, og er dýrið karlkyns.

Reyndar hafa áður verið ráðin til ýmissa embættisstarfa aðrar tegundir en Homo Sapiens. Má þar helst nefna apa ýmiskonar, t.d. simpansa; Pan Troglodytes. Einnig gegna allmargir asnar; Equus asinus, ábyrgðarstöðum víða um land.

En ég óska hérmeð blöðruselnum velfarnaðar í starfi. Ekki veitir af fjölbreytninni í fánu landsins.



Cystophora Cristata Posted by Hello

laugardagur, maí 28, 2005

Íslendingar eru klikk

Víða hefur maður nú orðið var við þessa celeb dýrkun (fræga fólks dýrkun) en hvergi eins og hér. Sem er út af fyrir sig fyndið því ekki þarf fólk nú að vinna sér mikið til frægðar til að vera orðið celeb á Íslandi. Nema hvað...

Nú er sumsé að byrja í útvarpinu þáttur með útvarpskonu sem er að byrja aftur eftir langt hlé (og ég sem var svo fegin þegar hún hætti). Þátturinn er sendur út einu sinni í viku og ef ég er ekki að misskilja eitthvað mun þessi kona velja eitt íslenskt celeb í hverjum þætti. Þetta sama celeb á svo að búa til lista yfir þá tíu Íslendinga sem honum/henni þykja merkilegastir.

Jæja. Þegar öll celebin hafa valið sinn lista, fær sauðsvartur almúginn allrar náðarsamlegast að velja hvert þessara celeba fær að bjóða öllum tíu manneskjunum á sínum lista... í matarboð.

Og það er allt og sumt.

Jæja, eruð þið ekki orðin spennt yfir að fá að taka þátt í valinu? Allir að pissa í sig bara, erþakki?

Það sorglegasta við þetta er að það er fullt af fólki sem fylgist spennt með og tekur þátt.

Greyin.
Forvitnispúkinn

Sumarfrí?


Posted by Hello

fimmtudagur, maí 19, 2005

Ja hérna

Nú er ég hissa. Ég sem var svo viss um að Selma kæmist áfram. Já, og eiginlega bara viss um að hún myndi vinna... eða allavega svona næstumþví. Ég er samt eiginlega ekkert svekkt, bara hissa.

Mér fannst voðalega fá lög þarna sem varið var í. Eiginlega einkenndist keppnin af ljóskum sem voru að týna brjóstunum á sér og George Michael wanna-be-but-sure-as-hell-isn't-um. Og hvað var þetta með þessa frá Hvíta Rússlandi sem söng eins og cross breed af Stevie Nicks og kindinni Dolly? Ég hélt hún myndi enda þarna alls nakin blessunin, á gærunni einni saman.

En nú vita auðvitað allir hvað á að gera erþakki? Nú er það bara ÁFRAM NOREGUR! Mikið hrikalega voru þeir ógisslega frábærir. Söngvarinn meira að segja með svartan varalit og allt, spandex og lögguhattar; hrein snilld!

Svo þið sem ætluðuð að hætta við partýið á laugardaginn og leggjast í þunglyndi... nú breytið þið bara planinu og skiptið út íslensku fánunum á ostabakkanum fyrir norska. Ekki málið!



Lifi Rokkið! =D Posted by Hello

fimmtudagur, maí 05, 2005

Uppstillingadagur

Í boði þessa sannkristna samfélags sem ég bý í, var frí í vinnunni hjá mér í dag, sem og hjá flestum öðrum. Ég þakka bara fyrir mig og vona að enginn lái mér að notfæra mér þennan frídag þó ég geri það á annara forsendum. Finnst dálítið merkilegt þegar ég spái í það, að dagar sem tengjast trúnni skuli vera svo algengir og sjálfsagðir sem almennir frídagar. Mér finndist allavega skrýtið ef allt í einu fengju allir frí daginn sem Muhammed fór ti Mekka eða eitthvað álíka. Þó vita allir að hér býr fullt af fólki sem trúir á eitthvað annað en Jesú Krist og co. En ég ætla nú samt ekkert að vera að kvarta yfir því að fá frí sko.

Planið: Vinna á morgun og svo bara helgi. Ekkert sérstakt planað fyrir hana... any suggestions?

föstudagur, apríl 29, 2005

Hélstu að atti-katti-nóa væri rugl?

Var að keyra heim úr Bónus með Júlíu í bílnum og útvarpið stillt á Útvarp Latabæ. Mjög fyndin útvarpsstöð með mjög góða stefnu, en tónlistin sem er spiluð er allt frá þessum klassísku barnalögum upp í hálf klúra útilegusöngva, sem maður hefur aldrei sungið nema undir áhrifum.

Nema hvað, við erum semsé að keyra þegar upphafstónar þessa lags byrja að óma. Og einhverra hluta vegna fór ég að hlusta á textann: (ég birti þetta með fyrirvara um villur, enda lærði ég aldrei þessa vísu)

Ég á litla mús, hún heitir Heiða
ég var að greiða henn'í dag, herra Jón.
Hún er voða sæt, hún kann að dansa
og hún dansar svo vel, herra Jón.

Þó að hún sé feit, þá er hún ofsa mikið krútt
með rauða slaufu í skottinu.
Ég mun alltaf hafa hana hjá mér
ég ætla'ð gefa henni ost, herra Jón.

Hún mun aldrei fá að sleppa frá mér,
ég ætla'ð gæta hennar vel, herra Jón.

Mig langar að vita á hverju höfundurinn var þegar hann samdi þetta. Og hver er þessi 'herra Jón'?! Svo er fólk hissa á því að æska vor sé á hraðri leið til glötunar. Ég er ekki frá því að ég sjálf þurfi eins og einn-tvo tíma í þerapíu eftir þessa lífsreynslu.



Heiða? Posted by Hello

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Það er hvort eð er ekkert gaman að vera venjulegur...

Enn ein hávísindaleg könnunin hér á Bla-inu hefur nú leitt af sér athyglisverðar niðurstöður, sem segja um leið ýmislegt um þá sem hingað rata inn.

Spurningunni; hvernig lestu dagblaðið? var svarað eftirfarandi:

11% byrja fremst
56% lesa blaðið afturábak
11% lesa teiknimyndasögurnar fyrst

og 22% lesa blaðið á hvolfi!

Þarf nokkuð frekari vitnanna við? En við erum samt öll ágæt á okkar sérstaka hátt erþakki ;)

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Ofsakátur Jónsson

Af visir.is:

Má heita Hilaríus

"Það má heita Hilaríus samkvæmt ákvörðun mannanafnanefndar. Nefndin tók beiðni um eiginnafnið Hilaríus til greina nýverið og hefur fært það á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsendingu, eða til Hilaríusar, og telst uppfylla ákvæði laga um mannanöfn.

Samkvæmt ensk-íslenskri orðabók þýðir „hilarius“ að einhver sé ofsakátur eða eitthvað sé stórskemmtilegt."

Ja, hérna. Ekki er öll vitleysan eins...

mánudagur, apríl 11, 2005

Þvílík snilld!

"Þessi vélknúna vekjaraklukka á hjólum hringir og skýst síðan í felur þannig að eigandinn verður að fara á fætur og finna hana til að slökkva á henni. Gripurinn er uppfinning Gauris Nandas, framhaldsnemanda við Tækniháskólann í Massachusetts (MIT) í Bandaríkjunum. Hann kallar tækið 'Clocky'." (af mbl.is)

Ég get ímyndað mér að þessi klukka verði hötuð af mörgum morgunsvæfum eigandanum. Ég held ég myndi allavega ekki storka mínu eigin morgungeði með svona grip :)



Clocky! Posted by Hello

þriðjudagur, apríl 05, 2005

"Here fishy, fishy..."

Langþráður draumur rættist um daginn þegar mér áskotnaðist fiskabúr. Nú eigum við mæðgur sinn fiskinn hver (góð byrjun allavega :)

Júlíu fiskur er gulur og heitir Nemo (lesist 'Nímó' með kanadískum hreim). Eitthvað segir mér að hann sé ekki eini skrautfiskurinn með þessu nafni, sbr. alla kettina sem heita Simbi, Nala o.s.frv.

Selmu fiskur er röndóttur og heitir Pig. Selma elskar svín og langar í eitt slíkt sem gæludýr, svo þetta er svona smá friðþæging :)

Ernu fiskur heitir Fluffy, enda rosalega loðinn og krúttlegur... eh... já, einmitt.

Minn heitir svo auðvitað Bobby, eftir Fishernum fræga... enda ljótastur af þeim öllum.


Nemo, Bobby, Pig og Fluffy. Posted by Hello